Frelsi og velferð
b FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 59 Marshall-aðstoðin Þegar George Marshall utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna bauð Evrópuríkjum fjárhagsaðstoð árið 1947 bjuggust Íslendingar fremur við því að leggja fram fé til aðstoðarinnar en að þiggja hana. Stríðið hafði ekki valdið þeim neinu umtalsverðu tjóni í samanburði við Evrópuþjóðir sem höfðu búið við margra ára hernám og loftárásir eða haft kostnað af stríðsrekstri í allt að fimm ár. Hins vegar höfðu Íslendingar hagnast verulega á stríðinu vegna atvinnu hjá útlendu herjunum og háu verði á útflutningsvörum sínum. En nú höfðu Íslendingar komist að því að stjórn Bandaríkjanna hafði áhuga á Íslandi og vildi endilega halda í aðstöðu sína hér. Gróðinn sem hafði safnast saman í eigu Íslendinga var líka þrotinn. Meðal annars hafði hann verið notaður til að standa undir nýsköpun atvinnuveganna eftir stríðið og keyptir fyrir hann nýir togarar og fleira. Sérstaklega var skortur á útlendum gjaldeyri á Íslandi svo að jafnvel varð erfitt að flytja inn nauðsynjavörur. Því fóru íslensk stjórnvöld að semja við Bandaríkjamenn um aðstoð í gegnum Marshall-áætlunina, og lauk svo að þeir fengu næstum tvöfalt meiri hjálp miðað við fólksfjölda en nokkur þjóð önnur. Marshall-aðstoð á Íslandi Íslendingar fengu í Marshall-aðstoð rúmlega 29 milljónir bandaríkjadala, eða því sem nam 209 Bandaríkjadölum á hvern íbúa landsins. Dollarafjöldinn segir ykkur svo sem ekki neitt þegar ekkert er til samanburðar. Þá er líklega best að byrja á að breyta upphæðinni í íslenskar krónur. Skráð gengi bandaríkjadals var árið 1950 um 15,16 krónur. Árið 1950 voru Íslendingar svo 141.042 talsins. A Hvað fékk Ísland mikið í Marshall- aðstoð í heildina í krónum talið? B Farið á hagstofa.is/verdlagsreiknivél og finnið núvirði Marshall- aðstoðarinnar. C Hver var landsframleiðsla Íslendinga árið 1950? D Hvað gerði Marshall-aðstoðin fyrir landsframleiðslu Íslendinga? Hagvöxtur á mann % 1935 –3,74 1940 5,12 1945 6,51 1950 –4,19 1955 7,35 1960 1,10 Hagvöxtur á mann í gömlum krónum 1935 1.532,76 1940 2.927,73 1945 10.393,11 1950 15.676,31 1955 30.400,60 1960 49.983,69 Á Íslandi var Marshall-aðstoðin meðal annars notuð til þess að byggja virkjanir og verksmiðjur til þess að efla undirstöður atvinnulífsins. Hér er mynd af áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, sem var þá spölkorn utan við Reykjavík en er nú á ströndinni neðan við Rimahverfi í Grafarvogi. Verksmiðjan var tekin í notkun árið 1954 og framleiddi einkum áburð fyrir tún bænda. Áður hafði áburður verið fluttur inn svo að verksmiðjan sparaði Íslendingum útlendan gjaldeyri. Hér er loftmynd frá 1960. S É R S V I Ð
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=