Frelsi og velferð

b 58 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi Keflavíkursamningurinn 1946 Árið 1945, þegar stríðinu lauk, fór Bandaríkjastjórn fram á að fá að hafa herstöðvar til frambúðar á þremur stöðum á landinu. Kalda stríðið var að hefjast og á Vesturlöndum voru Sovétmenn mjög grunaðir um að vilja seilast til áhrifa og koma kommúnistum til valda. Eins og nefnt var í kaflanum um almannatryggingar hér á undan var svokölluð nýsköpunarstjórn sjálfstæðismanna, alþýðuflokksmanna og sósíalista við völd á Íslandi þegar þetta gerðist. Sósíalsistar voru fylgis- menn Sovétríkjanna og eindregið á móti beiðni Bandaríkjamanna. Aðrir voru í vafa og lauk svo að beiðninni var hafnað. Þá fluttu Bandaríkjamenn her sinn í burtu af landinu og fóru síðustu hermennirnir á árinu 1947. Á meðan þetta gerðist samdi forsætisráðherra Íslands, sjálfstæðis- maðurinn Ólafur Thors, við Banda- ríkjamenn um að þeir fengju að hafa fjölmennt en óvopnað starfslið við Keflavíkurflugvöll um óákveðinn tíma. Það átti að starfa við flutninga með flugvélum til herliðsins sem Bandaríkjamenn höfðu víða í löndum Evrópu eftir stríðið. Sósíalistar kölluðu þetta fataskipti; hermennirnir á Keflavíkurflugvelli væru bara látnir fara úr einkennisbúningunum og kölluðust þá starfsmenn. Þess vegna sögðu sósíalistar sig úr ríkisstjórninni. Hún missti við það stuðning meirihluta alþingismanna og varð að segja af sér. En samningurinn við Bandaríkjamenn var samþykktur á Alþingi og var kallaður Keflavíkursamningurinn. Ísland og umheimurinn Þegar tímabil þessarar bókar hófst höfðu Íslendingar verið um það bil eina öld að losna undan stjórn danska ríkisins. Sjálfstæði og þjóðfrelsi voru talin einna æðst allra gæða. Á hinn bóginn voru það útlend öfl, herlið Breta og Bandaríkjamanna á stríðsárunum, sem höfðu losað Íslendinga úr kreppunni og skapað meiri velmegun í landinu en áður hafði þekkst. Eftir lok stríðsins vildu Bandaríkjamenn vera áfram með herstöðvar á landinu. Það hefði getað veitt Íslendingum nokkra atvinnu og tryggt öryggi landsins. En var það ekki óhjákvæmilega skerðing á sjálfstæði örlítillar og varnarlausrar þjóðar að hafa í landinu útlendan her stórveldis? Og gætu áhrif hersins ekki orðið skaðleg menningu þjóðarinnar? Íslendingar voru í miklum vafa hvað skyldi gera. Framundan voru harkaleg átök um stefnu þjóðarinnar og afstöðu til umheimsins. Farþegar ganga út úr Skymaster-flugvél frá bandarísku flugfélagi við flug- stöðina á Kefla- víkurflugvelli. Flug- stöðvarbyggingin í bakgrunnni var tekin í notkun árið 1949. Í miðbyggingunni var flugafgreiðsla, í vinstri álmu tollaf- greiðsla, útlendinga- eftirlit og veður- stofa, í hægri álmu skrifstofur pósts og flugvallaryfirvalda. Á efri hæðinni var 50 herbergja hótel. VANTAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=