Frelsi og velferð

a 4 FRELSI OG VELFERÐ : Friður á jörð . . . Borgin Köln í Þýskalandi árið 1945. Friður á jörð … Það var 26. júní árið 1945 og grimmilegasta stríð veraldar- sögunnar var u.þ.b. á enda. 50 milljónir fólks höfðu dáið, enn þá fleiri voru heimilislausir og á flótta. Um allan heim höfðu borgir verið jafnaðar við jörðu. Evrópa, sem hafði stýrt heiminum um langan tíma, var í rúst. Aldrei áður hafði mannkynið komist í kynni við svo afkastamikil vopn né svo grimmilega meðferð á fólki. Í San Francisco í Kaliforníu í Bandaríkjunum komu saman fulltrúar 50 ríkja til að mynda ný alþjóðleg samtök. Allir voru þeir sammála um eitt: slík styrjöld mætti aldrei endurtaka sig!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=