Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 57 Kjarni * Samhjálp fólks er ævaforn. En á 20. öld fór það mjög í vöxt, að minnsta kosti í vestrænum löndum þar sem mestum auðæfum var til að dreifa, að hið opin- bera, ríki og sveitarfélög, skipulegði margvíslega ókeypis þjónustu, hjálp og tryggingar til handa þeim sem þurftu. Farið var að kalla þetta velferðarkerfi. * Á Íslandi þróaðist opinbert heilbrigðis- kerfi hægt síðan á 18. öld, skólakerfi síðan í upphafi 20. aldar og trygginga- kerfi fyrir miðbik aldarinnar. * Tryggingakerfið varð einkum til í tveimur áföngum, með alþýðutrygg- ingarlögum 1936 og almannatrygginga- lögum sem voru sett árið 1946 og tóku gildi í ársbyrjun 1947. Atvinnuleysis- tryggingar komust svo á árið 1956. * Mesta breytingin á lífsháttum fólks var líklega aukin einkaneysla og meiri tækni. Heimilisbílar urðu til dæmis almenn- ingseign á tímabilinu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og fram til 1980. Finnið svar 1 Hvað er átt við með orðinu velferðarsamfélag? 2 Að frátalinni gamaldags fátækrahjálp, hvaða hluti velferðarkerfisins er elstur? 3 Nefnið þrennt sem gerði almanna­ tryggingarnar frá 1946 meiri, betri eða fullkomnari en alþýðutryggingarnar frá 1936. 4 Hvernig gat atvinnulaust fólk lifað af áður en atvinnuleysistryggingar komust á? Umræðuefni 5 Þegar lögin um almannatryggingar voru sett, árið 1946, óttuðust sumir að fólk mundi missa sjálfsbjargarviðleitnina þegar það fengi svona margar leiðir til að fá hjálp ríkisins. Haft var eftir hneyksluðum manni að besta hugsanlega staðan í lífinu væri að eiga tíu börn og vera sjálfur öryrki. Haldið þið að það hafi komið í ljós að fólk hætti að reyna að bjarga sér sjálft þegar tryggingarnar komu? Viðfangsefni 6 Neyslubreyting á síðari helmingi 20. aldar Finnið einhvern sem man eftir sér um eða upp úr miðri 20. öld. Ef þið eigið afa eða ömmu, langafa eða langömmu, á lífi í grennd við ykkur er sennilega ráðlegast að leita til þeirra. Spyrjið þau svo einfaldrar spurningar: Hvaða nýjung hefur breytt lífi fólks mest síðan þið munið fyrst sæmilega skýrt eftir ykkur? Þið getið prófað að láta velja á milli ólíkra möguleika: a Einkabíllinn b Sjónvarpið c Þvottavélin d Uppþvottavélin e Plötuspilarinn f Nýjar og betri neysluvörur í búðum g Eitthvað annað. Heimildavinna 7 Eftirtaldar konur hafa allar verið fyrstar íslenskra kvenna til að ná ákveðnum áföngum, annað hvort ljúka ákveðnu námi eða gegna ákveðnum störfum. Finnið út, með hjálp handbóka, sagnfræðirita eða vefsíðna, hvaða áfanga hver þeirra náði: a Auður Auðuns b Auður Eir Vilhjálmsdóttir c Björg C. Þorláksson d Guðrún Bjarnadóttir e Ingibjörg H. Bjarnason f Jóhanna Sigurðardóttir g Kristín Ólafsdóttir h Margrét Frímannsdóttir i Vigdís Finnbogadóttir Óvíst er að þið finnið nægileg gögn um allar konurnar. Um margar þeirra er aðeins tekið fram að þær hafi náð einhverjum áföngum en ekki sagt að þær hafi verið fyrstar til þess. En þá getið þið reynt að giska. – Svo má prófa að spyrja fullorðið fólk hvað það haldi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=