Frelsi og velferð

a 56 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi NÆRM Y N D NÆRM Y N D Sjónvarpið Í Evrópulöndum tók sjónvarp að breiðast út um lok síðari heimsstyrjaldar. En þá og lengi síðan virtist óheyrilega dýrt að dreifa sjónvarpssendingum til Íslendinga, svo fárra í svo stóru landi. Fyrstu sjónvarpsstöðina á landinu rak Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli. Hún tók til starfa á sjötta áratug aldarinnar en var stækkuð svo mikið árið 1963 að sendingar náðust um allt suðvestanvert landið, þar sem um helmingur Íslendinga bjó. Þá fengu margir sér sjónvarpstæki. Aðrir óttuðust að þjóðmenningu Íslendinga stæði hætta af því að hafa eingöngu sjónvarp á ensku. Árið 1964 sendu 60 þjóðkunnir Íslendingar Alþingi áskorun um að láta takmarka sjónvarpið við herstöðvarsvæðið. Ávarpið vakti mikla athygli ekki síst vegna þess að vera herliðsins hafði verið mjög umdeild og meðal 60-menninganna voru margir stuðningsmenn hennar. Ekki lögðu stjórnvöld þó í að láta takmarka sendingar Kanasjónvarpsins heldur var drifið í að stofna íslenskt sjónvarp. Það hóf útsendingar haustið 1966 en sendi aðeins út tvö kvöld í viku. Brátt tók það þó að senda út sex kvöld í viku ellefu mánuði ársins en tók sér frí á fimmtudögum og í júlímánuði. Einhvern tímann varð starfsfólkið að fá frí! Það var ekki fyrr en árið 1986 sem ríkissjónvarpið tók að senda út öll kvöld ársins, um leið og einkarekin sjónvarpsstöð, Stöð 2, tók til starfa í samkeppni við það. Blómabörn Á sjöunda og einkum áttunda áratug aldarinnar valdi margt ungt fólk á Vesturlöndum sér nýstárlegan lífsstíl. Það vildi lifa í sátt við náttúruna og neitaði að taka þátt í neyslukapphlaupi samfélagsins. Það sem skipti máli í lífinu væri ekki að eignast sem flest og eyða sem mestu heldur að njóta lífsins og mótmæla ranglætinu í heiminum. Þetta fólk var stundum kallað hippar (e. hippies ). Hippar klæddust litríkum fötum, söfnuðu síðu hári og skreyttu sig gjarnan með blómum. Sumir þeirra prófuðu líka eiturlyf. Þjóðlagasönghópur sem kallaði sig Savanna- tríóið kom fram í skemmtiþætti í sjónvarpinu í byrjun árs 1967 og með tríóinu söng ung og efnileg söngkona, Kristín Á. Ólafsdóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=