Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 55 Í lýðræðisríkjum eru stjórnmálaflokkar myndaðir til að halda fram ákveðinni stefnu sem greinir þá frá öðrum flokkum. Algengustu stjórnmálastefnur á fyrri hluta 20. aldar voru útskýrðar í fyrra bindinu af Sögu 20. aldar, Styrjaldir og kreppa, með ímynduðum samtölum við Kötu kommúnista, Jóhann jafnaðarmann, Fríðu frjálslyndu og Níels nasista. Á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum voru nasistar fámennir og hurfu gersamlega eftir heimsstyrjöldina. Aftur á móti greindust frjálslyndir í tvo flokkahópa. Annars vegar voru þeir sem höfðu mest fylgi í sveitum, töldu sig miðjumenn í stjórnmálum og vildu hafa blandað hagkerfi. Hins vegar voru eindregnir fylgismenn frjálsrar samkeppni og jafnvel auðvalds, oft kallaðir íhaldsmenn þótt það væri á vissan hátt öfugmæli því oft tóku þeir fljótt og vel við nýjungum. Þannig urðu til fjórir flokkahópar Í flestum ríkjum Norðurlanda: * kommúnistar og róttækir sósíalistar, * jafnaðarmenn, öðru nafni sósíaldemókratar, * frjálslyndir, miðju- og bændaflokkar, * íhaldsmenn og markaðssinnar. Venja er að sýna stefnumun þessara flokkahópa þannig að flokkunum er raðað á línu frá vinstri til hægri, kommúnistum lengst til vinstri og markaðssinnum/íhaldsmönnum lengst til hægri. Á Íslandi varð fjögurra flokka kerfið sérkennilegt á tvennan hátt. Annað sérkennið var það að kommúnistar mynduðu ekki lítinn öfgaflokk, eins og í Skandinavíu heldur sameinuðust hluta af flokki jafnaðarmanna (Alþýðuflokknum) og mynduðu með honum Sósíalistaflokkinn, síðar Alþýðubandalag, sem varð jafnvel stærri en flokkur jafnaðarmanna. Hitt sérkennið var það að flokkurinn lengst til hægri, Sjálfstæðisflokkurinn, varð stærsti flokkurinn og ríkjandi í stjórnmálum allan síðari hluta aldarinnar. NÆRM Y N D 2% 48% 30% 20% 14% 27% 39% 20% Kommúnistar Sósíalistaflokkur Alþýðubandalag Frjálslyndir/ miðju/ bændaflokkar Íhalds-/ hægrimenn Sósíaldemókratar Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýðuflokkur Norðurlönd Ísland Stjórnmálaflokkakerfi Íslendinga

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=