Frelsi og velferð

a 54 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi allra samfélagsþegna. Þannig hefur jafnréttisbarátta kvenna rutt brautina fyrir afskipta minnihlutahópa, svo sem samkynhneigða og fatlaða. við heimilisstörf. Á níunda áratugnum voru stofnuð stjórnmálasamtök kvenna, Samtök um kvennalista, sem höfðu eingöngu konur á framboðslistum sínum. Þau náðu 10% fylgi þegar þau komust lengst, í alþingiskosningum 1987. Mesta framfaraspor kvenna er fjölgun stúlkna í framhaldsskólum og háskólanámi. Ekkert opnar eins margar leiðir að áhrifastöðum. Lög um almennt jafna stöðu karla og kvenna voru líka sett á áttunda áratugnum og hafa þróast smám saman upp í lög um jafnrétti Einsleitni er það að einstakl- ingar í hóp eða samfélagi séu líkir hver öðrum, hafi sömu einkenni en skiptist ekki upp í hópa með ólík einkenni. Rauðsokkur töldu að fegurðarsamkeppnir kvenna væru konum til lítilsvirðingar og líktu þeim við gripa- sýningar. Haustið 1972 vildi svo til að háð var fegurðar- samkeppni á Akra- nesi sama kvöldið og Rauðsokkahreyf- ingin hélt kynn- ingarfund í bænum. Þær útveguðu sér kvígu, Perlu Fáfnis- dóttur frá Galtalæk í Skilmannahreppi, og leiddu hana til sýningar að Hótel Akranesi þar sem fegurðarsamkeppnin var haldin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=