Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 53 karla. En árið 1961 voru sett lög um að laun kvenna skyldu hækka á árunum 1962–'67 svo mikið að þau næðu launum karla. Því var fylgt að nafninu til en mikið var um að konum væri raðað í lægri launaflokka en körlum. Á árunum í kringum 1970 skall uppreisn æskunnar yfir Vesturlönd. Mikilvægur hluti hennar var andóf gegn hvers kyns venjubundnu og vanhugsuðu ranglæti. Barátta fyrir bættri stöðu kvenna var sjálfsagður hluti af þessu og líklega sá sem skilaði mestum árangri. Ungar konur – og nokkrir karlar líka – stofnuðu árið 1970 Rauðsokkahreyfinguna og kröfðust raunverulegs jafnréttis. Almennt verkfall kvenna (kallað kvennafrídagur) var skipulagt 24. október 1975, líka Útifundur í mið- borg Reykjavíkur á kvennafrídaginn 24. október 1975. Talið er að þar hafi verið 25.000 manns. Hópur Rauðsokka- hreyfingarinnar í kröfugöngu verka- lýðshreyfingarinnar í Reykjavík 1. maí 1973. Rauðsokkur bera merki hreyf- ingarinnar, kvenkyns­ tákn (upphaflega tákn Venusar) með krepptum hnefa sem merkir að hreyfingin berjist af hörku fyrir rétti kvenna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=