Frelsi og velferð
a 52 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi Jafnrétti Jafnrétti þegnanna er sjálfsagður hluti velferðarríkisins. Á Íslandi var það minna vandamál en víðast annars staðar vegna þess að landsmenn voru hlutfallslega mjög einsleitir. Þeir voru nánast allir af sama litarhætti, töluðu sama tungumál og töldu sig til sömu þjóðar. Þó var þar tilfinnanlegur skortur á jafnrétti, sérstaklega á tækifærum, aðstöðu og áhrifum karla og kvenna. Konur höfðu að vísu fengið flest sömu lagaréttindi og karlar á fyrri hluta 20. aldar en rótgrónar venjur og fordómar héldu við miklum stöðumun. Mest áberandi var launamunur kynjanna. Um 1960 voru laun verka- kvenna varla nema 80% af launum Neyslusamfélagið Margir mundu segja að helsti munurinn á lífi okkar Íslendinga nú og þeirra sem bjuggu í landinu um miðja 20. öld sé alls ekki í hinu opinbera velferðarkerfi heldur í aukinni einkaneyslu. Engin leið væri að telja upp nema lítið brot af því sem hefur breyst. En varla hefur neitt tekið eins miklum breytingum og notkun einkabíla. Árið 1945 voru tæplega 5.000 bílar til á landinu, helmingurinn fólksbílar og helmingurinn vörubílar. Árið 1981 fór bílaeignin fyrst yfir 100.000, og voru einkafólksbílar þá um 90.000 en aðrir bílar 10.000. Þá voru landsmenn um 230.000 á 70.000 heimilum, svo að rúmlega einn bíll var á hvert heimili og aðeins tveir í framsætum og rúmlega hálfur í aftursæti að meðaltali í hverjum heimilisbíl. Einkabíllinn var sannarlega freistandi. Á aldarfjórðungi eftir lok síðari heimsstyrjaldar varð hann almenningseign á Íslandi. Baráttuhreyfingin fyrir rétti kvenna sem varð til árið 1970 kenndi sig við rauða sokka. Nánasta fyrirmyndin kom frá Danmörku þar sem Rødstrømpebevægelsen starfaði. En hún sótti fyrirmynd sína annars vegar til enska hugtaksins blue stockings, sem síðan á 18. öld var notað sem háðsyrði um lærðar konur, hins vegar til þess að rautt er litur róttækni og baráttuvilja.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=