Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 51 Atvinnuleysisbætur Engar atvinnuleysisbætur voru greiddar þegar þetta var. Þeir sem urðu bjargarlausir vegna langvarandi atvinnuleysis urðu að sækja um sveitarstyrk og það var ekki vinsælt. Ef atvinnuleysi var mikið og lang- varandi stofnuðu sveitarfélög stundum til atvinnubótavinnu eins og nefnt er í námsbókinni Styrjaldir og kreppa. Í alþýðutryggingarlögunum 1936 var gert ráð fyrir að einstök verkalýðsfélög stofnuðu atvinnuleysistryggingasjóði en ekkert þeirra lagði út í það vegna kostnaðar. Í almannatryggingarlög- unum 1946 voru hins vegar engar atvinnuleysisbætur. En löngu verkfalli verkamanna á Reykjavíkursvæðinu árið 1955 lauk með samningum sem ríkis- stjórnin liðkaði fyrir með því að lofa að leggja fram fé í atvinnuleysistrygg- ingasjóð. Hann var stofnaður árið eftir. Síðan hefur fólk jafnan átt vísar bætur ef það fékk ekki atvinnu. NÆRM Y N D Haftatímabilið Vandamál Íslendinga á sjötta áratug aldarinnar var einkum skortur á erlendum gjaldeyri til að greiða fyrir innfluttar vörur. Því var gripið til margs konar ráðstafana til að spara innflutning og stuðla að því að innflutningsvörur væru notaðar hóflega og dreifðust sæmilega jafnt. Stofnað var svokallað Fjárhagsráð og varð að fá leyfi frá því til hvers konar byggingarframkvæmda, jafnvel bara til að steypa upp vegg í kringum lóðina sína. Til að kaupa bíl þurfti leyfi stjórnvalda. Á tímabili var tekin upp skömmtun á innfluttum neysluvörum eins og kaffi og fatnaði. Gefnir voru út skömmtunarseðlar sem var dreift til heimila landsins í hlutfalli við fjölda heimilismanna. Ef fólk fór út í búð að versla varð það að taka með sér rétta gerð af skömmtunarseðlum og láta þá fylgja með þegar borgað var fyrir vöruna. Á sjötta áratug aldarinnar dró smám saman úr gjaldeyrisskortinum. Var Fjárhagsráð þá lagt niður og hætt skömmtun á hverri vörutegundinni af annarri. Í verkföllum er stundum gripið til þess að hindra með ofbeldi, eða með því að hóta ofbeldi, að menn vinni í stað verkfallsmanna og brjóti þannig verkfallið. Að hindra það er kallað verkfallsvarsla. Hér eru félagsmenn í verkamannafélaginu Dags- brún í Reykjavík við verkfallsvörslu árið 1955.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=