Frelsi og velferð
a 50 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi íslensku atvinnulífi eftir stríðið. Með alþýðuflokksmönnum sátu í stjórninni fulltrúar sósíalista og sjálfstæðismanna og féllust þeir á að styðja málið. Þessir flokkar sem þarna tóku höndum saman voru undir venjulegum kringumstæðum höfuðandstæðingar í stjórnmálum. Með samkomulagi þeirra skapaðist þannig breið pólitísk samstaða um að Ísland ætti að vera velferðarríki. Sú samstaða hefur ríkt í aðalatriðum síðan. Í lögunum um almannatryggingar voru svipuð ákvæði og í alþýðutrygg- ingunum áður um framfærslubætur til þeirra sem væru ófærir til vinnu vegna slysa, sjúkdóma, örorku og elli, upp- hæðirnar bara miklu hærri. Þá var bætt við bótum til foreldra sem höfðu þrjú eða fleiri börn á framfæri sínu. En í almannatryggingunum 1946 var tekin upp sú nýjung sem meginregla að allir sem væru í þeirri stöðu að eiga rétt á bótum fengju þær án tillits til efna- hags. Einnig urðu bætur marfalt hærri. Útgjöld ríkisins vegna þessa málaflokks fjórfölduðust við breytinguna. Almannatryggingar Svokallaðar alþýðutryggingar voru leiddar í lög á Íslandi fyrir síðari heimsstyrjöld, árið 1936. Með þeim var fólk tryggt gegn slysum, sjúkdómum og örorku, þar á meðal vegna elli. En fjárhæðirnar voru lágar og reglurnar um fjáröflun til að standa undir tryggingunum voru flóknar. Þessi lög voru samin og flutt á Alþingi af ríkisstjórn framsóknarmanna og alþýðuflokksmanna sem kallaði sig stjórn hinna vinnandi stétta. Tryggingar voru jafnan mikið áhugamál jafnaðarmanna. Þegar Alþýðuflokkurinn tók aftur þátt í ríkisstjórn, árið 1944, setti hann það skilyrði að stjórnin gengist fyrir stofnun tryggingakerfis sem jafnaðist á við það sem var best í öðrum löndum, einkum á Norðurlöndum, þar sem jafnaðarmenn höfðu verið í ríkisstjórnum á árunum milli heimsstyrjalda. Ríkisstjórnin sem þá sat að völdum var kölluð nýsköpunarstjórn af því að hún setti sér að koma á nýsköpun í Velferðarkerfið tók við mörgum skyldum sem höfðu hvílt á heimilunum. Áður átti gamalt fólk venjulega heima „í horninu“ hjá börnum sínum eða öðrum skyldmennum. Nú varð algengara að gamalt fólk byggi á vistheimilum. Myndin sýnir íbúa á vistheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði á fimmta áratug 20. aldar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=