Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi 49 Reykjavík útskrifaði nokkra stúdenta. Nemendur þessara skóla voru um 800 og stúdentar í mesta lagi um 200 á ári. Þriðji stærsti framhaldsskólahópurinn var í húsmæðraskólum, um 500. Á næstu áratugum breyttist þetta hratt. Árið 1974 var leitt í lög að skólaskylda næði framvegis til 16 ára aldurs ekki síðar en frá árinu 1984. Um sama leyti var byrjað að stofna fjölbrautaskóla, sá fyrsti var Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti í Reykjavík. Síðan hafa sprottið upp framhalds- skólar í öllum stærri bæjum landsins og í flestum sýslum. Mikill meirihluti ungmenna stundar nú skólanám til tvítugsaldurs. Kannið velferðarþjónustuna í umhverfi ykkar Skiptið ykkur í hópa og takið fyrir eina gerð velferðarþjónustu hver hópur. Leitið til fullorðna fólksins á heimili ykkar að hjálpa ykkur eftir þörfum. A Hvaða aðgang hafið þið að heilsugæslu? Hvar er næsta heilsugæslustöð eða læknisþjónusta sem þið eigið rétt á sem samfélagsþegnar? B Hvað eigið þið að gera ef þið haldið að þið eigið rétt á tryggingum af því tagi sem almannatryggingalögin frá 1946 fjalla um? S É R S V I Ð Börn í Barnaskól- anum á Akranesi fá ljósabað til að auka vítamínsforða þeirra og draga þannig úr hættu á veikindum. Myndin er tekin á sjötta áratug 20. aldar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=