Frelsi og velferð
a 48 FRELSI OG VELFERÐ : Smáþjóð í hörðum heimi máltíðir á hverjum. Fyrir meira en 900 árum voru sett lög um tíund á Íslandi og gekk fjórðungur hennar til fátækra. En á 20. öld hafa samfélög Vesturlanda orðið miklu auðugri en nokkru sinni fyrr og það varð til þess að hjálp við þurfandi fólk varð margfalt umfangsmeiri en áður. Heilbrigðiskerfi og skólakerfi Á tímabilinu frá því á síðari hluta 18. aldar og fram á fyrri hluta 20. aldar var byggt upp opinbert heilbrigðiskerfi á Íslandi. Það byrjaði með einu læknisembætti, landlækni, árið 1760, bætti við skipulögðu kerfi héraðslækna á 18. og 19. öld og sjúkrahúsum af ólíkum stærðum og gerðum á 19. og 20. öld. Að mestu leyti var þetta kerfi rekið af ríkinu og veitti ýmist ókeypis þjónustu eða langt undir kostnaðarverði. Ókeypis skólakerfi fyrir almenning kom hins vegar ekki til fyrr en á 20. öld. En með nýjum fræðslulögum 1907 var ákveðið að öll barnafræðsla skyldi vera ókeypis. Kennsla í menntaskóla og flestum sérskólum var líka ókeypis fyrir nemendur og foreldra þeirra en vist í skóla gat kostað talsvert þá sem bjuggu ekki á skólastað. Fram yfir síðari heimsstyrjöld luku sárafáir framhaldsskólanámi. Um 1950 voru rúmlega þrjú þúsund nemendur í skólum á 16–19 ára aldri, um þriðjungur þeirra sem voru á þessu aldursbili. Flestir þeirra voru í iðnnámi, um 1.200, en meirihluti þess var vinna undir stjórn meistara í iðngrein fremur en skólaganga. Menntaskólar voru þá aðeins tveir, í Reykjavík og á Akureyri, auk þess sem Verslunarskólinn í Íslenska velferðarríkið Velferðarsamfélag er það kallað þegar hið opinbera stjórnkerfi, ríkið eða sveitarfélög, sér um að enginn líði skort, hve illa sem hann er hæfur til að vinna fyrir sér. Stærsta skrefið í átt til velferðarsamfélags á Íslandi var stigið með lögum um almannatryggingar sem voru sett árið 1946 og gengu í gildi í ársbyrjun árið eftir. Velferðarhugmyndin er gömul Sjálfsagt er manninum eðlislægt að hafa samúð með öðru fólki og hjálpa þeim sem geta ekki bjargast sjálfir. Þess vegna hafa einhvers konar hugmyndir í ætt við velferð verið til svo lengi sem maðurinn hefur verið til með nokkurn veginn sama eðli og við. Það er margfalt lengra til baka í tíma en við getum rakið. Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar mátti blásnautt fólk flakka á milli bæja í heimasveit sinni og fá eina eða tvær Þessi mynd var tekin árið 1951, löngu fyrir tíma skólamáltíða, og börnin í Laugarnesskóla í Reykjavík borða nestið sitt inni í skólastofu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=