Frelsi og velferð
b FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 45 TÍMAÁS 1940 2000 1990 1980 1970 1960 1950 1991: Sovétríkin leysast upp 1947: Marshall-aðstoðin hafin 1948: Kommúnistar taka völdin í Tékkóslóvakíu 1949: Kommúnistar komast til valda í Kína. Vestur- og austur-þýsku ríkin stofnuð. Atlantshafsbandalagið stofnað 1950: Kóreustríðið brýst út 1953: Vopnahlé í Kóreu 1955: Varsjárbandalagið stofnað 1957: Spútnik, fyrsta gervitunglið, fer á loft 1961: Gagarín, fyrsti geimfarinn, fer út í geiminn. Berlínarmúrinn reistur 1962: Kúbudeilan 1964: Bandaríkjastjórn ákveður að senda bardagasveitir til að berjast í Víetnam 1969: Armstrong, fyrsti maðurinn, kemst til tunglsins 1975: Víetnamstríðinu lýkur með sigri kommúnista 1979: Sovétríkin ráðast inn í Afganistan 1985: Gorbatsjov verður leiðtogi Sovétríkjanna 1987: Bandaríkin og Sovétríkin semja um afvopnun 1989: Kommúnistar leggja niður völd í flestum ríkjum Austur-Evrópu. Berlínarmúrinn fellur 1990: Þýskaland er sameinað í eitt ríki 1945: Bandaríkjamenn beita kjarnorkuvopnum í Japan. Síðari heimsstyrjöldinni lýkur Kjarni * Þegar til lengdar lét varð vígbúnaðarkapphlaupið of dýrt fyrir Sovétríkin, svo að það kom upp efnahagskreppa í landinu. * Gorbatsjov kom á lýðræðis umbótum í Sovétríkjunum og samdi um afvopnun við Banda- ríkin. Hann hætti stuðningi við kommúnistastjórnir í öðrum ríkjum Austur-Evrópu og þær urðu allar að afsala sér völdum í hendur lýðræðisstjórna á árinu 1989. * Austur- og Vestur-Þýskaland voru sameinuð í eitt lýðræðisríki 1990. Árið 1991 leystust Sovétríkin upp, einstök sovétlýðveldi urðu sjálfstæð ríki og kalda stríðinu var örugglega lokið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=