Frelsi og velferð

b 44 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið Heimildavinna 49 Lesið skrýtluna um Júrí Gagarín og konu hans á bls. 38. Hver er merkingin í henni? 50 Lesið skrýtluna um Gorbatsjov á bls. 39. Þessa sögu sagði Gorbatsjov sjálfur í viðtali í amerísku sjónvarpi. Hvað segir það um hann sem leiðtoga Sovétríkjanna? 51 Lesið útdráttinn úr samningnum um sameiningu Þýskalands á bls. 42. a Hvert er innihaldið í 3. greininni? b Hvers vegna haldið þið að ríkisstjórnir landanna hafi sett þetta ákvæði inn í samninginn? 52 Við austanvert Eystrasalt voru þrjú Sovétlýðveldi, Eistland, Lettland og Litháen, oft kölluð Eystrasaltslönd. Þau höfðu verið sjálfstæð á árunum milli heimsstyrjalda og meirihluti íbúanna vildi endurheimta sjálfstæðið. Því sögðu þau sig úr Sovétríkjunum og lýstu yfir sjálfstæði áður en Sovétríkin leystust upp. Íslendingar brugðust nokkuð sérkennilega við þessu. a Finnið út hvernig þeir gerðu það. Leitið í bókum og látið nafnaskrá vísa ykkur á rétta staði í þeim: * Öldin okkar. Minnisverð tíðindi 1991–1995. * Í sland í aldanna rás 1976–2000 eða * Ísland í aldanna rás 1900–2000 * Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson. Líka má leita að Eystrasaltslöndum á netinu, til dæmis á ensku að Baltic states, Estonia, Latvia, Lithuania. b Dettur ykkur í hug skýring á því hvernig Íslendingar tóku sjálfstæðiskröfum Eystrasaltsþjóða? Finnið svar 40 Hvaða vandamál bjó fólk einkum við í Sovétríkjunum á áttunda og níunda tug 20. aldar? 41 Hvað þýðir glasnost? 42 Hver var Lech Walesa? 43 Hvers vegna misstu kommúnistar völdin í svona mörgum löndum á árinu 1989? 44 Hver var Boris Jeltsín? Umræðuefni 45 Ríkisstjórnir Frakklands og Bretlands voru tregar til að fallast á að ríki Þýskalands sameinuðust árið 1990. Hvers vegna haldið þið að það hafi verið? Getur verið að sagan hafi haft áhrif á afstöðu þeirra? Viðfangsefni 46 Hugsið ykkur að þið væruð í fríi í Berlín í nóvember 1989 og yrðuð vitni að því þegar Berlínarmúrinn féll. Skrifið bréf heim og segið frá því sem þið upplifðuð. 47 Veljið eitt fyrrverandi sovétlýðveldi (Þið finnið þau á korti á bls. 40). Safnið ykkur meiri fróðleik um þetta land og búið til veggblað eða vefsíðu þar sem þið segið í stuttu máli sögu landsins eftir 1991. 48 Takið viðtal við einhvern sem lifði á árum kalda stríðsins, gjarnan einhvern í fjölskyldu ykkar. Þið getið notað tímaásinn hér á eftir og spurt hvaða atburði viðmælandi ykkar muni og hvernig lok kalda stríðsins orkuðu á hann eða hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=