Frelsi og velferð

b 42 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið Samningur um sameinað Þýskaland 12. september 1990. 1. grein Sameinað Þýskaland nær yfir landsvæðin Sambandslýðveldið Þýskaland, Þýska alþýðulýðveldið og Berlín alla. […] Viðurkenning á endanlegum landamærum sameinaðs Þýskalands er mikilvægur hluti af friðsamlegu skipulagi í Evrópu. […] 3. grein Ríkisstjórnir Sambandslýðveldisins Þýskalands og Þýska alþýðulýðveldisins staðfesta að þær framleiða ekki, eiga ekki og láta ekki öðrum í té ABC-vopn. Þær lýsa því jafnframt yfir að sameinað Þýskaland mun halda sig við þessa skuldbindingu. […] Sameining Þýskalands Árið 1989 var líka býsna sérstakt í Þýskalandi. Í Austur-Þýskalandi tóku sífellt fleiri þátt í mótmælum gegn kommúnistastjórninni. Á sama tíma flúði fólk í þúsundatali til Vestur-Þýskalands í gegnum Ungverjaland sem hafði nú opnað landamæri sín til Vesturlanda. Loks urðu þýskir kommúnistar að fallast á að opna landamærin til Vestur-Þýskalands. Í nóvember voru hliðin á Berlínarmúrnum opnuð. Mikill fólksfjöldi safnaðist saman við múrinn og byrjaði að rífa hann niður. Fólk klifraði upp á múrinn, bæði frá austri og vestri, og faðmaðist. Þetta varð að meiriháttar almenningshátíð. Árið 1990 voru í fyrsta skipti haldnar frjálsar kosningar í Austur-Þýskalandi og stjórn kommúnista varð að láta af völdum. Ný ríkisstjórn samdi við stjórn Vestur-Þýskalands um að sameina ríkin í eitt þýskt ríki. Það varð að veruleika í október 1990. ABC-vopn er sameiginlegt heiti yfir atómvopn, sýklavopn ( bíólógisk vopn ) og efnavopn ( chemical - weapon ). Árið 1989 var Berlínarmúrinn rifinn niður og fólk frá Austur- og Vestur-Þýskalandi gat loksins hitt hvert annað hindrunarlaust.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=