Frelsi og velferð

b 40 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið Sovétríkin leysast upp Um leið og hvert landið af öðru í Austur-Evrópu losaði sig við kommúnistastjórnir byrjaði fólk í Sovétríkjunum líka að mótmæla kommúnismanum og ofurveldi Rússa. Í Sovétríkjunum voru 15 sovétlýðveldi, þar sem Rússland var stærst. Í orði kveðnu höfðu öll sovétlýðveldi eigin stjórn í innanlandsmálum en í raun var þeim að miklu leyti stjórnað frá Moskvu. Í mörgum sovétlýðveldum fór fólk nú að krefjast sjálfstjórnar. Gorbatsjov tókst ekki að hindra þessa þróun og öll 15 lýðveldin urðu sjálfstæð ríki. Í Rússlandi varð Boris Jeltsin forseti. Eftir að kommúnistar misstu völdin í Póllandi gerðist það sama í hverju landinu af öðru. Áður en árið var á enda voru allar kommúnistastjórnir Varsjárbandalagsríkjanna í Austur- Evrópu horfnar nema í Sovétríkjunum. Mikilvæg orsök þess að þetta gat gerst var stefna Gorbatsjovs. Hann hafði sagt skýrt að óvinsælar ríkisstjórnir gætu ekki lengur treyst á hjálp Sovétríkjanna ef almenningur risi gegn þeim. Þá þorði fólk loks að heimta lýðræði. Í flestum löndum gengu umskiptin frá einveldi kommúnista til lýðræðis friðsamlega en ekki alls staðar. Í Rúmeníu hélt kommúnistaforinginn Nicolae Ceausescu dauðahaldi í völdin og lét hermenn skjóta á fólk sem fór í mótmælagöngur. Margir féllu áður en Ceausescu var hrakinn frá völdum og tekinn af lífi. KASAKSTAN TURKMENISTAN USBEKISTAN KIRGISISTAN RÚSSLAND TADSJIKISTAN ÚKRAÍNA MOLDOVA LITHÁEN LETTLAND EISTLAND HVÍTA- RÚSSLAND ASERBAJDSJAN ARMENÍA GEORÍA Fyrrverandi sovétlýðveldi [Áletranir á kort, bls. 40] NÆRM Y N D Hvenær lauk kalda stríðinu? Í desember 1989 hittust forseti Bandaríkjanna, George Bush og leiðtogi Sovétríkjanna, Michail Gorbatsjov á eyjunni Möltu. Þá var sambúð risaveldanna orðin svo miklu betri en áður að þeir lýstu því yfir að kalda stríðinu væri lokið. En einnig er hægt að benda á aðra mikilvæga atburði og segja að þeir hafi bundið enda á kalda stríðið. Þegar hlið Berlínarmúrsins voru opnuð og fólk að austan og vestan byrjaði að rífa múrinn niður, í nóvember 1989, fannst mörgum að þar með væri kalda stríðið á enda og járntjaldið fallið. Loks var það tvímælalaust merki um að kalda stríðinu væri lokið þegar Sovétríkin leystust upp árið 1991. Eftir það voru ekki lengur til tvö risaveldi heldur aðeins eitt, Bandaríki Norður-Ameríku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=