Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 39 Lech Walesa (f. 1943) var rafvirki og varð leiðtogi verkalýðs- samtakanna Sam- stöðu sem barðist fyrir lýðræði í Póllandi. Árið 1983 fékk hann friðarverðlaun Nóbels fyrir að stýra friðsam- legri baráttu gegn kommúnistastjórninni í landinu. Árið 1990 varð Walesa fyrsti forseti landsins sem var kosinn í frjálsum kosningum. Kommúnistar missa völdin í Austur-Evrópu Á níunda áratug aldarinnar varð sífellt fleira fólk í Austur-Evrópu óánægt með kommúnismann. Í Póllandi gengu margar milljónir verkamanna í verka- lýðssamtökin Samstöðu sem voru stofnuð árið 1980 og kröfðust pólitískra umbóta. Kommúnistastjórnin reyndi að Afvopnun er andstæða vígbúnaðar, að losa sig við vopn í stað þess að fjölga þeim. Tveir félagar stóðu í endalausri biðröð eftir að kaupa kjöt í Moskvu. Eftir langan tíma segir annar þeirra: „Nei, þessu nenni ég ekki lengur. Nú fer ég og skýt Gorbatsjov!“ Hann fór en kom fljótlega til baka. „Nú, hvernig gekk þetta?“ spurði hinn. „Vonlaust. Það var ennþá lengri biðröð þar.“ stöðva þessa hreyfingu, meðal annars með því að fangelsa leiðtoga þeirra, Lech Walesa. En mikill hluti almenn- ings stóð með Samstöðu og loksins neyddist stjórnin til að leyfa frjálsar kosningar til þjóðþingsins í júní 1989. Samstaða sigraði í kosningunum og flokkur kommúnista hrökklaðist frá völdum. Leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkanna, Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov héldu fund í Reykjavík haustið 1986 til að ræða afvopnun. Þeir komust ekki að niðurstöðu þar en fundurinn var áfangi á leið þeirra að samkomulagi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=