Frelsi og velferð
b 38 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið Tómar verslunarhillur urðu smám saman algengari sjón í Sovétríkjunum. Mikhail Gorbatsjov (f. 1931) var leiðtogi Sovétríkjanna frá 1985 og til endaloka þeirra 1991. Hann varð afar vinsæll á Vesturlöndum af því að hann stuðlaði að lokum kalda stríðsins og leyfði lýðræðisþróun í Austur-Evrópu. Árið 1990 fékk hann friðarverðlaun Nóbels. En hann varð ekki vinsæll í heimalandi sínu af því að efnahagsumbætur sem hann kom á komu að litlu gagni og lífskjör almennings jafnvel versnuðu. Gorbatsjov kemur með glasnost Árið 1985 varð Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna. Hann tók nýja stefnu sem átti eftir að hafa miklar afleiðingar. Þekktasta kjörorð hans var „glasnost“ sem merkir „hreinskilni“. Gagnstætt fyrri leiðtogum vildi hann gera vanda- mál landsins kunn og reyna að takast á við þau. Glasnost merkti allt í senn að hafa leyfi til að tjá skoðanir sínar um málefni innan Sovétríkjanna og að ræða deilumál og ná sáttum við Bandaríkin. Gorbatsjov sá að Sovétríkin höfðu ekki efni á að halda vígbúnaðarkapp- hlaupinu áfram og hann hafði forustu um fundi með Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta til að ræða um afvopnun . Árið 1987 undirrituðu þeir sögulegan samning um að Bandaríkin og Sovét- ríkin legðu niður allar meðaldrægar eldflaugar á landi. Nú var vopna- kapphlaupinu lokið og kalda stríðið leið undir lok. Gorbatsjov kallaði líka Sovétherinn heim frá Afganistan og það átti mikinn þátt í að auka vinsældir hans á Vesturlöndum. Heima fyrir gekk ekki eins vel hjá Gorbatsjov. Hann vildi endurskipu- leggja bæði stjórnkerfið og hagkerfið í Sovétríkjunum en umbæturnar gengu ekki eins vel og hann hafði vonað. Efnahagslífið varð ennþá bágara en fyrr. Í verslunum urðu tómar hillur sífellt algengari og óánægja fólks magnaðist. Í stjórnmálum vonaðist hann til að geta blásið nýju lífi í komm- únismann með því að opna fyrir sam- ræður og auka lýðræði. En fólk sneri bara baki við kommúnismanum og vildi heldur lýðræði og markaðshagkerfi eins og á Vesturlöndum. Júrí Gagarín er að leggja upp í geimferð sína. Áður en hann fer að heiman skrifar hann á bréfmiða til konu sinnar: „Kæra Natasja, ég á að fara út í geiminn, kem aftur á mánudaginn.“ Þegar Gagarín kemur heim finnur hann bréfmiða frá konu sinni: „Kæri Júrí, ég þarf að fara í búðina og standa í biðröð til að kaupa brauð, hef ekki hugmynd um hvenær ég kem.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=