Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 37 Rússneskur almenningur fann stöðugt fyrir skorti á neysluvörum. Fólk stóð í endalausum biðröðum til að kaupa mat og fatnað. Á áttunda og níunda áratug aldarinnar varð ástandið sífellt verra. Það ríkti siðferðileg kreppa. Flest fólk hafði misst trúna á kommúnismann, vinnusemi var lítil og margir áttu í miklum vandræðum með drykkjuskap. Heilsugæslu fór aftur, meðalaldur lækkaði og ungbarnadauði jókst. Á sama tíma lifðu leiðtogar Kommúnistaflokksins munaðarlífi og neituðu að horfast í augu við vandamálin. Þegar hagtölur sýndu að ástandið var slæmt lögðu þeir hagstofuna niður í staðinn fyrir að reyna að leysa vandann. Endalok kalda stríðsins Árið 1989 gátu Berlínarbúar loks farið að rífa niður múrinn sem hafði skipt borginni og landinu þeirra í tvo strangt aðskilda hluta um áratugi. Tveimur árum síðar voru Sovétríkin leyst upp. Annar helsti aðilinn að kalda stríðinu var ekki til lengur. Hvað hafði eiginlega gerst? Kreppa í Sovétríkjunum Bæði Bandaríkin og Sovétríkin eyddu óhemjumiklu fé í vopnakapphlaupið og geimferðakapphlaupið á árum kalda stríðsins. Þegar til lengdar lét varð þetta of dýrt fyrir Sovétríkin sem voru ekki nærri eins ríkt land og Bandaríkin. Áherslan á herinn og geimferðirnar leiddi til þess að Sovétmenn skorti efni til að mæta hversdagslegri þörfum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=