Frelsi og velferð

b 36 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 38 Skoðið landakortið á bls. 31. Veljið eina deilu sem er sagt frá þar og notið bókasafnið eða netið til að finna meiri fróðleik um hana. Skrifið svo grein um deiluna þar sem þið gerið grein fyrir hvað gerðist, hverjar voru orsakir og afleiðingar ófriðarins. Munið að taka fram hvaða heimildir þið notið. Heimildavinna 39 Ljósmyndin á bls. 35 er mjög fræg og vakti mikla athygli þegar hún birtist í bandarískum blöðum. Sumir telja að þessi mynd hafi bundið enda á stríðið af því að hún hafi fengið svo margt fólk í Bandaríkjunum til að taka þátt í mótmælum gegn því. Mótmælin urðu til þess að bandarískir stjórnmálamenn hættu að styðja hernaðinn í Víetnam. a Hvað hugsið þið þegar þið horfið á þessa mynd? b Hvers vegna haldið þið að þessi mynd hafi haft svona mikil áhrif á fólk í Bandaríkjunum? c Trúið þið að ein ljósmynd geti stöðvað stríð? Kjarni * Kalda stríðið varð alheimsdeila þar sem risaveldin blönduðu sér inn í staðbundin átök í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. * Í Kína náðu kommúnistar völdum árið 1949. Bandaríkjastjórn vildi hindra að kommúnisminn breiddist út yfir Asíu. Þess vegna blönduðu Bandaríkjamenn sér í Kóreustríðið og Víetnamstríðið. * Að síðustu urðu Bandaríkjamenn að draga her sinn út úr Víetnam af því að mikill hluti af almenningi í landinu snerist gegn stríðinu. * Veröldin stóð á barmi atómstríðs í Kúbudeilunni 1962, þegar Sovétmenn höfðu byrjað að flytja kjarnorkueldflaugar til Kúbu. Finnið svar 30 Hvenær náðu kommúnistar völdum í Kína? 31 Hver urðu úrslit Kóreustríðsins? 32 Hvernig var dómínókenningin? 33 Af hverju spratt Kúbudeilan? 34 Af hverju stafaði andstaðan gegn Víetnamstríðinu í Bandaríkjunum? Umræðuefni 35 Bæði Stalín og Maó urðu mjög vinsælir í heimalöndum sínum þótt þeir væru tillitslausir harðstjórar. Hvernig gat það gerst? Viðfangsefni 36 Finnið meiri vitneskju um Maó Zedong og hvernig hann stjórnaði Kína. Búið til veggblað eða vefsíðu þar sem þið leggið ykkur fram um að láta birtast jákvæðar og neikvæðar hliðar á stjórn hans. Gætið þess að fram komi fróðleikur um „stóra stökkið áfram“ og um „menningarbyltinguna“. 37 Í Víetnamstríðinu féllu um 58.000 Bandaríkjamenn og um 5.000.000 Víetnamar. Hvað dóu margir Víetnamar á hvern Bandaríkjamann? Búið til myndrit sem sýnir hlutfallið á milli mannfalls þjóðanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=