Frelsi og velferð
b FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 35 árinu 1973 byrjuðu Bandaríkjamenn að draga sig út úr því. Þeir höfðu séð að það yrði óhemjuerfitt að sigra. Tveimur árum síðar náðu kommúnistar öllu Víetnam á sitt vald. Samtals misstu Bandaríkjamenn um 58.000 hermenn þar. Ekki er vitað hve margir Víetnamar féllu en flestir telja að þeir hafi verið um fimm milljónir og af þeim hafi þrjár milljónir ekki verið hermenn. stuðning fengu kommúnistar meðal almennings í Víetnam. Þeir fengu líka vopn og vörur frá Sovétríkjunum. Víetnamstríðið var fyrsta styrjöldin sem var sýnd beint í sjónvarpi. Í Bandaríkjunum gat fólk setið heima í stofu og horft á grimmdarverk stríðsins. Fréttamenn komu upp um það að bandarískir hermenn réðust á varnarlausan almenning. Meðal annars dreifðu þeir eiturefninu napalmi yfir heilu þorpin, en það er efni sem brenndi sig fast á húð fólks, fullorðinna og barna. Annað eiturefni var notað til að eyða laufi á trjám til þess að víetnamskir hermenn ættu erfiðara með að leynast. Líka kom það illa við fólk í Banda ríkjunum að margir bandarískir hermenn féllu. Þar tóku margir að mótmæla stríðinu því að fólki fannst það tilgangslaust. Andstaðan gegn stríðinu óx í Banda ríkjunum eftir því sem árin liðu og á Myndir eins og þessi áttu mikinn þátt í að fólk í Bandaríkjunum tók að andmæla stríðinu í Víetnam. Napalm er efnavopn. Það er kvoða sem brennir sig fasta við húðina og getur brennt fólk til bana.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=