Frelsi og velferð

b 34 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið Grimmdarverkin í Víetnamstríðinu fengu milljónir Bandaríkjamanna til að mótmæla stríðinu. Það vakti líka upp mótmæli í mörgum öðrum vest- rænum löndum og olli vaxandi andúð á Bandaríkjunum. Víetnamstríðið – ósigur Bandaríkjanna Líkt og Kórea skiptist Víetnam í komm- únistaríki norðan til og markaðsríki sunnan til. Í suðurhlutanum var líka nokkuð um kommúnista og þeir gerðu uppreisn gegn stjórninni árið 1959. Uppreisnarmenn fengu stuðning frá Norður-Víetnam og útlit var fyrir að allt Víetnam kæmist á vald kommúnista. En það vildu Bandaríkjamenn ekki. Stjórn Suður-Víetnam fékk fjár- stuðning frá Bandaríkjunum. Þangað voru líka sendir hernaðarráðgjafar. Samt gekk kommúnistum betur í stríð- inu. Lyndon B. Johnson, sem varð for- seti Bandaríkjanna árið 1963, ákvað að gera sprengjuárásir á Norður-Víetnam. Árið 1964 sendu Bandaríkin líka hermenn til Víetnam. Þegar mest var barðist þar hálf milljón amerískra her- manna. Samt tókst þeim ekki að sigra kommúnista. Því fleiri sprengjum sem Bandaríkjamenn köstuðu, því meiri 2. heimild. Klausa úr bókinni A Thousand Days. John F. Kennedy in the White House eftir Arthur M. Schlesinger „Það var blandan af dirfsku og varkárni í Kennedy forseta, af viljastyrk og kænsku, sem fyllti veröldina af aðdáun. […] Þessir 13 dagar sem deilan stóð fengu veröldina – líka Sovétríkin – til að skilja festu Bandaríkjanna samfara hófsemi í valdbeitingu.“ 3, heimild. Skopteikning úr blaðinu The Los Angeles Herald-Examiner 29. október 1962. Teiknari Karl Hubenthal

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=