Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 33 S É R S V I Ð Hver sigraði? Ólík sjónarmið um Kúbudeiluna Hér eru þrjár ólíkar heimildir sem túlka hver á sinn hátt endalok Kúbudeilunnar. 1 Lesið klausuna úr endurminningum Krúsjofs. Þær eru hans eigin frásögn af lífi hans og starfi sem leiðtoga Sovétríkjanna. a Hvaða markmið hafði Sovétstjórnin með því að setja niður eldflaugarnar á Kúbu samkvæmt því sem Krúsjoff segir? b Hvernig metur Krúsjoff málalok Kúbudeilunnar? Hver finnst honum að hafi sigrað? c Heldur þú að Krúsjoff hafi haft einhvern sérstakan tilgang í huga þegar hann skrifaði þetta í endurminningar sínar? Ef svo var, hvaða tilgang? d Hvaða gildi hafa endurminningar Krúsjofs sem heimild um Kúbudeiluna? Er mikilvægt að vita hvernig hann leit á málið? e Margt þekkt fólk hefur skrifað endurminningar sínar. Þær eru oft notaðar sem sagnfræðilegar heimildir. Hvers konar spurningum heldur þú að endurminningar svari einna best og hvers konar spurningum verst? 2 Lesið klausuna úr bók Arthurs M. Schlesinger um Kennedy forseta á bls. 34. Schlesinger var einn af ráðgjöfum Kennedys. a Hvernig metur Schlesinger lok Kúbudeilunnar? Hver finnst honum að hafi sigrað? b Heldur þú að Schlesinger hafi haft einhvern sérstakan tilgang í huga þegar hann skrifaði þetta í bók sína? Ef svo var, hvaða tilgang? c Hvaða gildi hefur bók Schlesingers sem heimild um Kúbudeiluna? 3 Skoðaðu skopmyndina á bls. 34. a Hvernig metur teiknarinn lok Kúbudeilunnar? Hver sigraði samkvæmt túlkun hans? b Heldur þú að teiknarinn hafi haft einhvern sérstakan tilgang með því að teikna myndina? Hvað tilgang þá? c Hvaða heimildargildi hefur teikningin um Kúbudeiluna? 1. heimild. Klausa úr endurminningum Krúsjofs „Ég varð að útskýra þetta hvað eftir annað fyrir fréttamönnum. Þeir sögðu flestir að veldi Bandaríkjanna hefði þvingað Krúsjoff til að draga sig til baka. Kínverjar héldu þessu sama fram. En við verðum að meta vinning á móti tapi. Við fjarlægðum eldflaugarnar í staðinn fyrir loforð Bandaríkjanna um að ráðast ekki á Kúbu. Markmið bandarísku árásaraflanna var að eyðileggja Kúbu. Markmið okkar var að varðveita Kúbu. Í dag er Kúba til. Hver var það þá sem sigraði? Það kostaði okkur ekki meira en kostnaðinn við að flytja eldflaugarnar til Kúbu og til baka. Bandaríkjamenn sigruðu auðvitað líka. Þeir einu sem töpuðu voru árásaröflin. Ég er stoltur yfir að við vorum ekki hræddir, sýndum staðfestu og framsýni og komum í veg fyrir að bandarísku heimsvaldasinnarnir gætu ráðist á Kúbu aftur.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=