Frelsi og velferð

b 32 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið gæti gerst ef þau héldu áfram þangað? Yrðu bandarísku skipin notuð til að ráðast á þau? Mundi deilan koma af stað atómstríði? Bæði Bandaríkin og Sovétríkin bjuggu sig undir að ráðast hvort á annað ef hjá því yrði ekki komist. Margir héldu að NÚ kæmi þriðja heimsstyrjöldin. Þann 28. október gat heimurinn aftur andað léttar. Nikita Krúsjoff, leiðtogi Sovétríkjanna, lýsti því yfir að Sovétmenn mundu fjarlægja eldflaugarnar en í staðinn yrðu Bandaríkin að lofa að ráðast ekki á Kúbu. Mesta hættan á atómstríði var liðin hjá en það hafði ekki munað miklu. Stjórnmálamenn í báðum ríkjunum höfðu verið skelkaðir og eftir þetta urðu þeir fúsari en áður til að semja. Meðal annars var sett upp beint símasamband á milli Hvíta hússins í Washington og Kreml í Moskvu til að hindra að kjarnorkustríð hæfist vegna misskilnings eða sambandsleysis. studdi kúbverska uppreisnarmenn sem ætluðu að steypa veldi Castros en mistókst það. Bandaríkin höfðu líka sett innflutningsbann á vörur frá Kúbu og það varð til þess að Kúba varð gersamlega háð samskiptum við Sovétríkin. En nú höfðu Sovétmenn byrjað að koma eldflaugum fyrir á Kúbu. Hvað áttu Bandaríkjamenn að gera? Kennedy stóð frammi fyrir erfiðu vali og hann fékk gerólík ráð frá samstarfsmönnum sínum. Sumir vildu að Bandaríkin réðust á Kúbu með kjarnorkuvopnum en Kennedy óttaðist að það gæti komið af stað heimsstyrjöld. Í staðinn valdi hann þann kost að setja hafnbann á Kúbu. Hann lét bandarísk herskip umkringja eyjuna til að hindra að vopn eða aðrar vörur yrðu fluttar þangað. Sovétríkin fengu tilkynningu um að hafnbannið yrði haft á þangað til eldflaugarnar yrðu fjarlægðar. Þetta var bara fyrsta skrefið; Bandaríkin bjuggu sig undir að ráðast á Kúbu ef Sovétmenn neituðu að taka eldflaugarnar í burtu. Í marga daga beið fólk milli vonar og ótta. Hvað mundi gerast? Sovésk skip voru á leiðinni til Kúbu. Hvað Hafnbann er það kallað þegar aðflutningsleiðum inn í land eða landsvæði er lokað, einkum skipaleiðum. Kúbudeilan er hér sýnd þannig að Nikita Krúsjoff, leiðtogi Sovétríkjanna, (til vinstri) og John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, fara í sjómann. Báðir sitja á atómsprengju ( Hydrogen bomb ) og báðir eru tilbúnir að styðja á hnappinn sem sprengir sprengjuna undir hinum. Myndin sem er eftir Leslie Illingworth birtist í Daily Mail 29. október 1962. British Cartoon Archive, University of Kent

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=