Frelsi og velferð

b Stríðsátök í heiminum 1949–1989 Mið-Austurlönd 1949–1989: Margar styrjaldir milli Ísraels og arabalandanna. Bandaríkin gáfu Ísrael peninga og vopn. Sovétríkin gáfu arabalöndunum peninga og vopn. Kórea 1950–1953: Styrjöld milli Norður- og Suður Kóreu. Bandaríkin studdu Suður-Kóreu. Kínverjar og Sovétmenn studdu Norður-Kóreu. Nicaragua 1979–1989: Borgarastyrjöld: Bandaríkin studdu uppreisnarmenn gegn ríkisstjórn sósíalista. Afganistan 1979–1989: Sovétríkin réðust inn í landið og hernámu það en Bandaríkjamenn studdu andstæðinga þeirra. Kúba 1959–1962: Sovétríkin studdu kommúnistaleiðtogann Castro. Bandaríkin reyndu innrás og hindruðu að sovéskar eldflaugar væru settar upp í landinu. Angóla 1975–1988: Borgarastyrjöld: Bandaríkin og Sovétríkin studdu hvor sinn stríðsaðila. Víetnam 1965–1975: Borgarastyrjöld þar sem stjórn N-Víet- nam studdi uppreisn kommúnista í S-Víetnam. Bandaríkin studdu S-Víetnam en N-Víetnam naut stuðnings frá Kína og Sovétríkjunum. FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 31 Á barmi þriðju heimsstyrjaldar John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna fékk ógnvekjandi frétt 16. október 1962. Myndir sem höfðu verið teknar úr amerískri njósnaflugvél sýndu að verið var að koma sovéskum kjarnorkueldflaugum fyrir á eyjunni Kúbu í Karíbahafi, aðeins 20 mílum suður af Bandaríkjunum. Óvinaliðið var skyndilega komið miklu nær en áður. Ástæða þess að Sovétríkin gátu komið fyrir kjarnorkuvopnum á Kúbu var sú að kommúnistinn Fidel Castro hafði komist til valda þar í byltingu árið 1959. Bandaríkjastjórn Engin stórstyrjöld en mörg „smástríð“ Kórea var fyrst smáríkja til að verða vígvöllur risaveldanna í kalda stríðinu. En hún varð ekki það síðasta. Óttinn við kjarnorkustríð gerði næstum ómögulegt fyrir Bandaríkin og Sovétríkin að ráðast hvort á annað. En hann hindraði þau ekki í að takast á víðs vegar um heiminn þar sem þau gátu stutt hvort sinn stríðsaðila. Þótt þessi stríð væru minni háttar í samanburði við það sem mátti ímynda sér að þriðja heimsstyrjöldin yrði höfðu þau alvarlegar afleiðingar í löndunum þar sem þau voru háð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=