Frelsi og velferð
b 30 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið til. Mörkin milli þeirra lágu um 38. breiddarbaug. Norður-Kórea varð að kommúnistaríki en Suður-Kórea að ríki með markaðshagkerfi. Árið 1950 réðust Norður-Kóreu- menn á Suður-Kóreu. Leiðtogi Norður-Kóreumanna, Kim Il Sung, vildi sameina Kóreu undir stjórn kommúnista. Í fyrstu leit út fyrir að honum mundi takast það því her Norður-Kóreu vann mikla sigra. En vegna kalda stríðsins varð þetta ekki bara borgarastríð Kóreumanna. Risaveldin tóku fljótt að blanda sér í það. Bandaríkjastjórn sendi herlið inn í Suður-Kóreu til að berjast með heimamönnum en Norður-Kóreu- menn fengu stuðning frá Kína og Sovétríkjunum. Stríðið geisaði í þrjú ár og kostaði næstum fjórar milljónir mannslífa. Stórir hlutar af Kóreu voru lagðir í eyði og íbúarnir liðu þjáningar. Loks var samið um vopnahlé og landa- mærin sett við 38. breiddarbaug á ný. Enginn hafði sigrað. Formlega er Kóreustríðinu ekki lokið enn. Suður- Kórea og Norður-Kórea gerðu með sér vopnahlé árið 1953. Það er enn í gildi en friður hefur ekki verið saminn. Kalt stríð verður að heitu Kóreustríði Eftir að Kína var orðið að kommún- istaríki óttuðust Bandaríkjamenn að kommúnisminn mundi breiðast út um enn fleiri Asíulönd. Kórea hafði verið hernumin af Japönum í síðari heims- styrjöldinni og eftir stríðið var landinu skipt í tvö hernámssvæði, sovéskt svæði norðan til og bandarískt sunnan SOVÉT- RÍKIN K Í N A JAPAN TAÍVAN MONGÓLÍA NORÐUR- KÓREA Beijing Pyongyang Seoul Shanghai Tókíó Kommúnistalönd Kapítalísk lönd SUÐUR- KÓREA Norður- og Suður-Kórea Bandaríkjamenn óttuðust að næðu kommúnistar völdum í einu landi væri mikil hætta á að þeir gerðu það í nálægum löndum. Ef til dæmis Suður-Kórea „félli“ í hendur kommún- istum væri hætta á að Japan „félli“ líka. Menn litu á löndin eins og dómínó- kubba og því var þessi kenning kölluð dómínókenningin.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=