Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 29 Kína undir stjórn kommúnista Í næstum 40 ár hafði ríkt borgara­ styrjöld og óreiða í Kína. En árið 1949 tókst kommúnistum undir forystu Maó Zedong að sigra í stríðinu. Þann 1. október 1949 lýstu þeir yfir stofnun alþýðulýðveldisins Kína. Skyndilega fékk heimskortið allt annað útlit. Kommúnistar voru komnir til valda á svæði sem náði frá Austur-Evrópu og austur í gegnum Asíu. Í Kína komst á einveldi kommúnista undir stjórn Maós. Þó að samkomulag Kína og Sovétríkjanna væri ekki alltaf sem best stóðu þau nokkurn veginn saman gegn Bandaríkjunum. Eins og risaveldin tóku Kínverjar að skipta sér af deilum í öðrum smærri ríkjum. Alheimsdeila Í fyrstu snerist kalda stríðið mest um samkeppni Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um áhrif í Evrópu. En á fáum árum magnaðist deilan svo að hún breiddist út um allan heim. Mikinn þátt í því átti valdataka kommúnista í Kína. NÆRM Y N D Stalín og Maó Stóru kommúnistalöndin, Sovétríkin og Kína, urðu að einræðisríkjum þar sem sterkur leiðtogi náði næstum öllum völdum. Bæði Stalín í Sovétríkjunum og Maó í Kína voru tillitslausir harðstjórar. Þeir tóku ákvarðanir sem leiddu til þess að milljónir manna týndu lífi, sultu í hel eða voru ofsóttar og drepnar af yfirvöldum. Engu að síður voru þessir leiðtogar báðir afar vinsælir. Fólk leit upp til þeirra næstum eins og þeir væru guðir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=