Frelsi og velferð

b 28 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið c Hver heldur þú að hafi raunverulega verið markmið Bandaríkjastjórnar með því að gefa Vestur-Evrópu þessar háu fjárhæðir? 29 Lesið kaflann um Truman-kenninguna á bls. 22. a Truman talar um ólíka lífshætti. Hvað á hann við með því? b Hvers konar fólki áttu Bandaríkin að hjálpa samkvæmt kenningu Trumans? Heimildavinna 28 Eftir síðari heimsstyrjöld ákvað Bandaríkjastjórn að gefa mörgum Evrópuríkjum háar fjárhæðir í Marshall-aðstoð. Þetta kann að hafa verið gert í ólíkum tilgangi. a Lesið tilvitnunina í ræðu Georges Marshall á bls. 22. Hver var tilgangur Marshall-aðstoðarinnar samkvæmt henni? b Lesið tilvitnun Andrejs Vishinskij á sömu blaðsíðu. Hverju hélt hann fram um tilgang aðstoðarinnar? Kjarni * Eftir síðari heimsstyrjöld komu Sovétríkin því til leiðar að kommúnistar náðu völdum í löndum Austur-Evrópu á sama tíma og ríki Vestur-Evrópu tóku á móti Marshall-aðstoð frá Bandaríkjunum og skuldbundu sig til að leyfa frjáls viðskipti. Þannig var Evrópu skipt upp á milli risaveldanna. * Þýskalandi var fyrst skipt í fjögur hernámssvæði, síðan í tvö ríki, Vestur-Þýskaland þar sem lýðræði ríkti og gott samband var við Bandaríkin, og Austur-Þýskaland með kommúnisma og náin tengsl við Sovétríkin. * Bandaríkin og ríki Vestur-Evrópu mynduðu Atlantshafsbandalagið (NATO). Austur-Evrópa myndaði bandalag sem var nefnt Varsjár- bandalagið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=