Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 27 * Bandaríkin hjálpuðu þeim sem börðust gegn kommúnistum í borgarastyrjöldum í Grikklandi og Tyrklandi. * Bandaríkin og mörg lönd Vestur- Evrópu stofnuðu hernaðarbandalagð NATO (Atlantshafsbandalagið). Þessa atburði má flokka á ólíkan hátt: a Í tímaröð. Skrifið lista þar sem þið raðið atburðunum í rétta tímaröð. Skrifið ártölin sem segja hvenær þeir gerðust. b Eftir mikilvægi. Hverjir atburðanna áttu mestan þátt í að spilla sambandinu milli risaveldanna? Dragið hring um þann eða þá atburði, sem þið haldið að hafi skipt allra mestu máli. c Eftir ábyrgðaraðila. Hvort risaveldanna haldið þið að hafi átt mesta sök á hverjum atburði fyrir sig? Merkið með rauðu þá sem þið teljið að Sovétríkin hafi átt sök á en með bláu þá sem þið kennið Bandaríkjunum um. 26 Árið 1948 settu Sovétmenn aðflutningsbann á Vestur-Berlín. Finnið meira um þetta á netinu. Leitið eftir orðum eins og loftbrúin til Berlínar, Berlín 1948. Notið þær upplýsingar sem þið finnið til að búa til vefsíðu um lokun Berlínar. Munið að taka fram hvaða heimildir þið notið. 27 Ímyndið ykkur að þið séuð blaðamenn árið 1948 og eigið að skrifa stutta fréttagrein um Marshall-aðstoðina. Áður en þið byrjið verðið þið að ákveða hvort þið ætlið að skrifa í blað í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu eða Sovétríkjunum og hverju það breytir um innihald greinarinnar. Finnið svar 16 Hvað var „járntjaldið“? 17 Hvernig kom Bandaríkjunum og Sovétríkjunum saman fyrir síðari heimsstyrjöldina? 18 Hvernig kom það til að kommúnistar náðu völdum í Austur-Evrópu? 19 Um hvað var Marshall-áætlunin? 20 Hvert var innihaldið í Truman- kenningunni? 21 Hvenær var Berlínarmúrinn byggður og hvers vegna? 22 Hvað er Atlantshafsbandalagið (NATO)? Umræðuefni 23 Hvers vegna haldið þið að leiðtogar Sovétríkjanna hafi viljað að Þýskaland yrði framvegis veikt ríki? Hvaða máli skiptir sagan í því sambandi? 24 Á árum kalda stríðsins tóku Bandaríkin sér hlutverk sem „heimslögregla“ og settu sér að hindra að kommúnisminn breiddist út. Hvaða hlutverk hafa Bandaríkin í heiminum núna? Eru þau enn „heimslögregla“? Viðfangsefni 25 Í þessum kafla eru nefndir margir atburðir sem urðu til þess að spilla sambandinu á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á árunum 1945–'55. * Sovétmenn komu því til leiðar að kommúnistar náðu völdum í Póllandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Búlgaríu. * Kommúnistar frömdu valdarán í Tékkóslóvakíu. * Bandríkin stofnuðu Marshall- aðstoðina. * Sovétríkin og ríkin í Austur-Evrópu afþökkuðu Marshall-aðstoð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=