Frelsi og velferð

b 26 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið Bandaríkin og Sovétríkin að vinna saman á þessum tíma af því að þau bjuggu við svo ólík stjórnmálakerfi og hagkerfi. Þar á ofan voru þau afar tortryggin hvort á annað. Sumir eftir-endurskoðunarmenn telja einnig skipta miklu máli að síðari heimsstyrjöldin myndaði pólitískt tómarúm í Evrópu, og bæði risaveldin vildu fylla það. Fram um 1965 voru flestir sagnfræðingar í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu hefðarsinnar. Á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar komu fram nokkrir endurskoðunarsinnar en eftir það hafa flestir verið eftir-endurskoðunarsinnar, þótt enn í dag megi finna hefðarsinna og endurskoðunarsinna. Sýn sagnfræðinga á kalda stríðið er enn í þróun, enda fáum við smám saman aðgang að áður óþekktum heimildum frá báðum aðilum. Hér á eftir eru nokkrar tilvitnanir þar sem kalda stríðið er túlkað á ólíkan hátt. A Hvers konar sýn tjá þessar ólíku skýringar? Eru þær hefðarskýringar, endurskoðunarskýringar eða eftir-endurskoðunarskýringar? B Hvernig túlkar þessi námsbók kalda stríðið? Finnst þér hún vera hefðbundin, endurskoðunarsinnuð eða eftir-endurskoðunarsinnuð? C Hvers konar skýringar finnst þér mest sannfærandi? Hvers vegna? D Er hugsanlegt að skýringar af ólíku tagi geti verið jafnréttar? 1. skýring Stalín og eftirmenn hans og hernaðarbrölt þeirra eiga sök á kalda stríðinu. Ameríkanar gerðu lítið annað en að verja sig. Meðan Sovétmenn héldu fast við draum sinn um að þvinga kommúnisma upp á allan heiminn gátu Vesturveldin ekki gert mikið til að binda enda á deiluna. 2. skýring Orsök kalda stríðsins var einkum gagnkvæm tortryggni og keppni á milli Trumans, forseta Bandaríkjanna, og Stalíns, leiðtoga Sovétríkjanna. 3. skýring Markmið Bandaríkjanna á árunum eftir stríð var einkum að halda opnum mörkuðum fyrir framleiðsluvörur sínar. Þess vegna reyndi stjórn Bandaríkjanna að koma á markaðshagkerfi í sem allra flestum löndum, eins og var hjá þeim sjálfum. 4. skýring Kalda stríðið var afleiðing af slæmri framkomu Stalíns. 5. skýring Kalda stríðið stafaði af því að Bandaríkin og Sovétríkin höfðu ólíka hagsmuni og áttu þar að auki erfitt með samskipti af því að menning þjóðanna var ólík. S É R S V I Ð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=