Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 25 Skammstöfunin NATO stendur fyrir North Atlantic Treaty Organization, sem gæti hljóðað á íslensku Norður- Atlantshafs- samningsstofnun. Bandaríkin, Kanada og tíu ríki í Vestur- Evrópu stofnuðu bandalagið árið 1949 til að vera betur búin undir að verjast Sovétríkjun- um. Eftir lok kalda stríðsins hefur NATO breytt um hlut- verk. Þangað eru nú komin inn mörg ríki í Austur-Evrópu sem voru áður undir stjórn kommúnista. Nú á dögum telur NATO sig standa frammi fyrir nýrri ógn, alþjóðlegri hryðjuverkastarf- semi. S É R S V I Ð Ólíkar skýringar á kalda stríðinu Vestrænum sagnfræðingum sem hafa skrifað um kalda stríðið má skipta í þrjá flokka, hefðarsinna, endurskoðunarmenn og eftir-endurskoðunarmenn. Hefðarsinnar varpa ábyrgðinni á kalda stríðinu aðallega á Sovétríkin og segja að Bandaríkin hafi fylgt friðsamlegri utanríkisstefnu og stuðlað að alþjóðlegri samvinnu. Endurskoðunarsinnar halda því fram að Bandaríkin hafi verið umsvifamest allra ríkja á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Þeir telja að Bandaríkjamenn hafi einkum haft áhuga á að efla eigin hag í viðskiptum en Sovétríkin hafi einkum verið að verja sig sjálf. Síðasttaldi hópurinn, eftir-endurskoðunarsinnar, hefur ekki svona mikinn áhuga á að varpa sök á risaveldin. Þeir leggja áherslu á að það hafi verið erfitt fyrir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=