Frelsi og velferð

b 24 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið yrðu þau að gera ráð fyrir gagnárás frá öðrum NATO-ríkjum, þeirra á meðal frá Bandaríkjunum. Árið 1955 var Vestur-Þýskaland tekið inn í Atlantshafsbandalagið. Sovétríkin litu á það sem ógnun. Bandalagið náði nú fast að kommúnistalöndunum. Sama ár stofnuðu þau því sitt eigið varnarbandalag, sem var kallað Varsjárbandalagið, með öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Það sem eftir var af kaldastríðsárunum stóðu Atlantshafsbandalagið og Varsjárbandalagið hvort andspænis öðru sem andstæðingar og voru kölluð tvær valdablokkir. Tvær valdablokkir Í Vestur-Evrópu tók fólk að óttast þróunina í austurhluta álfunnar og hélt að kommúnistar mundu taka völdin í æ fleiri löndum. Þetta var helsta ástæðan til að tíu ríki Vestur-Evrópu, þeirra á meðal Ísland, stofnuðu Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) ásamt Bandaríkjunum og Kanada. Bandalagið var stofnað sem varnarbandalag og aðildarlöndin skuldbundu sig til að koma hvert öðru til hjálpar í stríði. Meginregla NATO er að árás á eitthvert þeirra teljist jafngilda árás á þau öll. Þetta merkti að ef Sovétríkin réðust á eitt vanmegnugt land, til dæmis Noreg eða Ísland, NÆRM Y N D Berlínarmúrinn Berlín, höfuðborg Þýskalands fram til 1945, var á hernámssvæði Sovétmanna, en borginni var skipt upp í hernámssvæði árið 1945 þannig að Vestur-Berlín var eins og eyja, umlukin sovésku hernámssvæði á alla kanta. Upphaflega gátu Berlínarbúar ferðast óhindrað á milli Austur- og Vestur-Berlínar. En margir Austur-Þjóðverjar voru óánægðir með ófrelsið í landinu og á árunum 1949–'61 flúðu 1,6 milljónir þeirra til Vestur-Þýskalands í gegnum Vestur-Berlín. Margt af þessu fólki var hámenntað, læknar, kennarar og verkfræðingar, og Austur-Þýskaland hafði mikla þörf fyrir þess konar fólk. Þess vegna ákváðu yfirvöld landsins að loka leiðinni á milli borgarhlutanna. Þann 16. ágúst 1961 voru settar upp gaddavírsgirðingar og byrjað að hlaða múr þvert í gegnum borgina. Múrinn var vaktaður rækilega og vaktmenn höfðu fyrirmæli um að skjóta á fólk sem reyndi að komast vestur yfir. Berlínarmúrinn stóð fram í nóvember 1989 og varð sterkt tákn kalda stríðsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=