Frelsi og velferð
b FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 23 Árið 1949 sameinuðu Vesturveldin hernámssvæði sín og stofnuðu nýtt þýskt ríki, Sambandlýðveldið Þýskaland, venjulega kallað Vestur- Þýskaland. Það varð lýðræðisríki með kapítalísku markaðshagkerfi. Í október sama ár var sovéska hernámssvæðinu breytt í ríki. Nafn þess hefur verið þýtt sem Þýska alþýðulýðveldið á íslensku (þótt nákvæmari þýðing væri Þýska lýðræðislega lýðveldið) en venjulega er það kallað Austur-Þýskaland. Þrátt fyrir nafnið var Austur-Þýskaland einræðisríki kommúnista undir eftirliti Sovétríkjanna. urðu sjálfir fyrir árásum. En nú fóru bandarískir stjórnmálamenn að hugsa á nýjan hátt. Til að hindra útbreiðslu kommúnismans vildu Bandaríkjamenn ekki aðeins skipta sér af samskiptum ríkja í Evrópu heldur einnig af átökum innan ríkjanna. Truman-kenningin fól í sér að Bandaríkin tóku sér hlutverk sem eins konar „heimslögregla“ sem skyldi koma í veg fyrir að kommúnistar næðu völdum í fleiri löndum. Tvö þýsk ríki Eftir síðari heimsstyrjöldina skiptu sigurvegararnir Þýskalandi í fjögur hernámssvæði, svæði Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Með því ætluðu þeir að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gætu hafið styrjöld einu sinni enn. En bráðlega kom í ljós að Bandaríkjamenn og Sovétmenn höfðu ólíkar hugmyndir um framtíð Þýskalands. Bandaríkjamenn vildu sjálfstætt Þýskaland sem yrði mikilvægur viðskiptaaðili. Sovétmenn vildu halda Þýskalandi veikburða svo að það gæti ekki orðið ógnvaldur Sovétríkjanna. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar hjálpuðu til að byggja þýskan iðnað upp á ný á hernámssvæðum sínum. Þveröfug þróun varð á hernámssvæði Sovétríkjanna. Verksmiðjum var lokað og vélar fluttar til Sovétríkjanna til að byggja upp iðnað þar í staðinn. Þjóðverjum á hernámssvæði Rússa var því gert miklu erfiðara fyrir að endurreisa iðnað sinn. Matr10_Hist_2_04 Berlín Bandaríkjanna Hernámssvæði: Bretlands Frakklands Sovétríkjanna Hernámssvæðin í Þýskalandi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=