Frelsi og velferð
b 22 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið NÆRM Y N D Truman-kenningin Árið 1947 voru borgarastyrjaldir bæði í Grikklandi og Tyrklandi. Í báðum löndunum reyndu kommúnistar að komast til valda. Forseti Bandaríkjanna, Harry S. Truman, taldi að Bandaríkin yrðu að grípa inn í styrjaldirnar og „bjarga“ þessum þjóðum frá kommúnisma. Hann hélt ræðu þar sem hann bað þingið að veita fé til hernaðaraðgerða Þar sagði hann meðal annars: „Á þessari stund mannkynssögunnar verður næstum hver einasta þjóð að velja á milli tveggja ólíkra lífshátta. Það val er allt of oft ófrjálst. Annar þessara lífshátta er reistur á vilja meirihlutans og einkennist af frjálsum stofnunum, fulltrúalýðræði, frjálsum kosningum, tryggingu fyrir persónulegu frelsi, mál- og trúfrelsi. Hinn lífshátturinn byggist á vilja minnihluta sem hefur vald yfir meirihlutanum. Það byggist á ógnarstjórn og kúgun, ófrjálsri blaðaútgáfu og útvarpsrekstri, fyrirframstýrðum kosningum og undirokun á persónulegu frelsi. Ég tel að Bandaríkin verði að styðja það fólk sem berst gegn undirokun vopnaðra minnihlutahópa eða þrýstingi frá öðrum löndum.“ Það sem hér var sagt hefur síðan verið kallað „Truman-kenningin“. Kenning, í þessum skilningi, er eins konar boðorð eða regla, og í ræðu sinni setti Truman fram nýja reglu um hlutverk Bandaríkjanna í heiminum. Áður höfðu Bandaríkjamenn haft þá meginreglu að blanda sér ekki í það sem gerðist í Evrópu. Þeir reyndu að halda sér utan við báðar heimsstyrjaldirnar og fóru ekki að taka þátt í þeim fyrr en þeir NOREGUR SVÍÞJÓÐ ÍSLAND DANMÖRK VESTUR- ÞÝSKALAND HOLLAND BELGÍA BRETLAND ÍRLAND LUXEMBURG FRAKKLAND SVISS AUSTURRÍKI ÍTALÍA PORTÚGAL GRIKKLAND TYRKLAND Hver var tilgangur Marshall-aðstoðinnar? Hvers vegna kusu Bandaríkin að veita Evrópulöndum svona mikla efnahagshjálp eftir síðari heimsstyrjöldina? Um það sagði George Marshall utanríkisráðherra árið 1947: „Það er skynsamlegt fyrir Bandaríkin að gera það sem þau geta til að veröldin komist á eðlilegt efnahagslegt heilbrigðisstig á ný, því án þess er vonlaust um pólitískan stöðugleika og öruggan frið. Stefna okkar er ekki andvíg neinu landi eða neinni pólitískri kenningu en hún er andvíg hungri, fátækt, örvæntingu og óreiðu.“ Fulltrúi Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Andrej Vyshinskij hafði þetta að segja um Mashall-aðstoðina: „Það verður sífellt augljósara að framkvæmd Marshall-áætlunarinnar mun merkja að Bandaríkin fá efnahagsleg og pólitísk völd í Evrópulöndum og að þau munu blanda sér beint í innri málefni þessara landa. Þar að auki er þessi áætlun tilraun til að skipta Evrópu í tvennar herbúðir og – með hjálp Breta og Frakka – mynda blokk margra Evrópulanda sem eru andvíg hagsmunum Austur-Evrópulýðveldanna og einkum hagsmunum Sovétríkjanna.“ Ríki sem þáðu Marshall-aðstoð
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=