Frelsi og velferð

b FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 21 Marshall-aðstoðin Árið 1947 birti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Marshall, áætlun sem fékk nafnið Marshall-áætlunin. Samkvæmt henni áttu Bandaríkin að bjóða efnahagshjálp þeim löndum Evrópu sem höfðu orðið fyrir tjóni í stríðinu svo að þau gætu byggt efnahag sinn fljótt upp að nýju. Ríkin fengu tilboð bæði um peningagjafir og hagstæð lán. Gegn því urðu þau að skuldbinda sig til að vera með í nýrri stofnun (OEEC) sem átti að stuðla að frjálsri verslun í Evrópu. Frjáls verslun felur í sér að allir hafa rétt á að kaupa og selja vörur á frjálsum markaði og verðlag ræðst af framboði og eftirspurn. Þetta átti ekki vel við efnahagskerfi kommúnista þar sem ríkið ákvað verðlag og laun, einnig hve mikið skyldi flytja inn frá öðrum löndum. Sovétríkin lögðu því að ríkjum Austur-Evrópu að hafna Marshall-aðstoðinni þótt þau hefðu mikla þörf fyrir efnahagsaðstoð. En ríki Vestur-Evrópu sögðu já, takk og tóku við 13 milljörðum dollara á fjögurra ára tímabili. Marshall-aðstoðin skapaði mikinn efnahagsvöxt í Vestur-Evrópu. Samtímis jók hún áhrif Bandaríkjanna. Fólk keypti bandarískar vörur, hlustaði á bandaríska tónlist og horfði á bandarískar kvikmyndir meira en nokkru sinni áður. Ísland var á meðal þjóðanna sem fengu Marshall-aðstoð. Ef miðað er við höfðatölu fengu Íslendingar mest allra landa út úr henni. Þannig fékk hver einstaklingur á Íslandi um 209 bandaríkjadali í sinn hlut, á meðan til dæmis íbúar Hollands, sem komu næstir miðað við fólksfjölda fengu „einungis“ 109 bandaríkjadali á mann vegna þess að þar var vitað um mikla andstöðu gegn þátttöku í varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Allt frá því að Ísland var lýst fullvalda ríki, 1918, hafði hlutleysi verið stefna þess. Stórveldin urðu líka sammála um að stofna ný alþjóðleg samtök, Sameinuðu þjóðirnar. Á fundum þeirra kom þó oft í ljós gagnkvæm tortryggni. Bandaríkin og Sovétríkin treystu ekki hvort öðru. Sigur kommúnismans í Austur-Evrópu Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk höfðu Sovétmenn lagt austurhluta Þýskalands undir sig en Vesturveldin, Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar, höfðu hernumið vesturhlutann. Herir Sovétríkjanna réðu líka mestum hluta Austur-Evrópu. Nokkur lönd sem höfðu áður verið sjálfstæð ríki voru nú innlimuð í Sovétríkin. Þau voru Eistland, Lettland og Litháen. Auk þess sáu Sovétmenn um að kommúnistastjórnir, vinveittar Sovétstjórninni, kæmust til valda í Póllandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Búlgaríu. Það var þetta sem Churchill átti við þegar hann talaði um járntjald sem hefði verið dregið þvert yfir Evrópu. Í Tékkóslóvakíu voru haldnar lýðræðislegar kosningar þar sem kommúnistar fengu um 40 prósent atkvæða. Þar störfuðu kommúnistar með öðrum flokkum í lýðræðislegri ríkisstjórn. En árið 1948 frömdu þeir valdarán og tóku völdin einir. Þetta valdarán hræddi marga í Vestur-Evrópu. Nú héldu menn að kommúnistar mundu taka völdin í fleiri og fleiri löndum. Þegar eitt ríki er innlimað í annað merkir það að landið missir sjálfstæði sitt og verður hluti af ríkinu sem innlimar það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=