Frelsi og velferð

b 20 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið Í febrúar 1945 komu þrír þjóðarleiðtogar saman í borginni Jalta í Úkraínu sem var þá í Sovétríkjunum. Þeir eru hér í fremri röð, taldir frá vinstri: Winston Churchill frá Bretlandi, Franklin D. Roosevelt frá Bandaríkjunum og Jósef Stalín frá Sovétríkjunum. Þar komu þeir sér meðal annars saman um að skipta Þýskalandi í hernámssvæði þegar stríðinu lyki. Gervivinátta Á árunum 1941–45 börðust Bandaríkin og Sovétríkin saman í síðari heimsstyrjöldinni. En það gerðu þau eingöngu af því að þau áttu sameiginlega óvini, Þjóðverja og Japani. Frjálshyggjuríkið Bandaríki Norður-Ameríku og kommúnistalandið Sovétríkin höfðu litið hvort annað illu auga allt síðan kommúnistar komust til valda í rússnesku byltingunni 1917. Á árum síðari heimsstyrjaldar neyddust leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna til að vinna saman. Þeir gerðu samninga um styrjaldarreksturinn og um framtíð Þýskalands og annarra Evrópulanda í stríðslok. Þeir sömdu um að skipta Evrópu upp í áhrifasvæði þar sem eitt stórveldi skyldi fá að hafa mest áhrif og Þýskalandi var skipt upp í hernámssvæði. Hvers vegna kom kalt stríð? „Frá Stettin við Eystrasalt til Triest við Adríahaf hefur lagst járntjald þvert yfir álfuna. Bak við þá línu eru allar höfuðborgir Mið- og Austur-Evrópu. […] Kommúnistaflokkarnir, sem eru allir í minnihluta, reyna alls staðar að ná einræðisvöldum. Þetta er sannarlega ekki sú frelsaða Evrópa sem við börðumst fyrir.“ Þannig lýsti Winston Churchill, áður forsætisráðherra Breta, ástandinu í Evrópu árið 1946. Eftir það varð „Járntjaldið“ venjulega heitið á skil- unum á milli Austur- og Vestur-Evrópu. Hvernig sköpuðust þessi skil? Hvers vegna urðu Bandaríkjamenn og Sovét- menn óvinir svona stuttu eftir að þeir höfðu verið bandamenn í síðari heims- styrjöldinni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=