Frelsi og velferð
a 18 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið úti í geimnum gætu skynjað og stöðvað hugsanlega kjarnorkuárás áður en eldflaugarnar sem bæru sprengjurnar næðu til Bandaríkjanna. Miklu fé var varið til að þróa þessi áform sem fengu nafnið „Star Wars“ eða „stjörnustríðsáætlun“. Árið 1961 var Rússanum Juri Gagarín fyrstum manna skotið út í geiminn. En á sjöunda tug aldarinnar náðu Bandaríkjamenn forustunni og 20. júlí 1969 varð Bandaríkjamaðurinn Neil Armstrong fyrstur manna til að stíga fæti niður á tunglið. Geimferðakapphlaupið var nátengt vopnkapphlaupinu. Meðal annars voru gervihnettirnir notaðir til að hafa eftirlit með andstæðingnum. Árið 1983 boðaði Bandaríkjaforseti, Ronald Reagan, nýja eldflaugaáætlun. Markmið hennar var að gervihnettir Finnið svar 1 Hvað er „kalt stríð“? 2 Hvað var einkum ólíkt með Bandaríkjunum og Sovétríkjunum? 3 Hvað er „pólitískur flóttamaður“? 4 Hvers vegna kaus fólk að gerast pólitískir flóttamenn? 5 Útskýrið hvað er átt við með orðinu „ógnarjafnvægi“. Umræðuefni 6 Hvað haldið þið að hefði gerst ef Bandaríkin og Sovétríkin hefðu ekki átt kjarnorkuvopn? Hefði skollið á ný heimsstyrjöld? 7 Í kalda stríðinu voru margir hræddir við kjarnorkuárás. Hvað eru börn og unglingar hræddust við nú á dögum? Hvað hræðist þið mest? Þjálfið hugann 8 Hvaða orð eiga ekki heima með hinum? a Laika, Armstrong, Stalín, Gagarín b markaðshagkerfi, áætlunarbúskapur, frjáls verslun, lýðræði Viðfangsefni 9 Hvað einkennir lýðræði og hvað einkennir einræði? Setjið upp tvær fyrirsagnir á blað: „Lýðræði“ og „Einræði“. Skrifið svo einkenni hvors kerfis fyrir sig neðan við fyrirsagnirnar. Getið þið fundið fleiri einkenni? * Ríkisvaldið stjórnar dagblöðunum þannig að enginn getur gagnrýnt ríkisstjórnina í blöðum. * Stjórnmálaflokkar eru fleiri en einn svo að kjósendur geta valið á milli þeirra í kosningum. * Engum er hægt að refsa nema hann hafi framið lögbrot og verið dæmdur af dómstóli. * Fólk sem vinnur gegn ríkisstjórninni getur átt á hættu að vera sett í fangelsi án dóms og laga. * Allir geta sagt og skrifað skoðanir sínar án þess að eiga á hættu að vera refsað fyrir það. * Aðeins einn stjórnmálaflokkur starfar í landinu. Bannað er að stofna fleiri flokka. Gervihnöttur eða gervitungl er manngerður hlutur sem fer í hringi um jörðina eins og tunglið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=