Frelsi og velferð

a 16 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið hindra að þriðja heimsstyrjöldin brytist út. Aftur á móti var mikil hætta á að kjarnorkustríð hæfist af óhappi eða misskilningi. Geimferðakapphlaupið Fyrsta gervihnettinum sem menn bjuggu til var skotið á loft 4. október 1957. Það var sovéski gervihnötturinn Spútnik 1. Hann var ekki stærri en sundlaugarbolti en olli samt óhemju­ miklu uppnámi því að tækni til að skjóta hlut á loft og senda á braut um jörðu gerir kleift að varpa sprengju á hvaða stað á hnettinum sem er. Í Bandaríkjunum urðu vísindamenn, herforingjar og stjórnmálamenn sem steini lostnir yfir því að Sovétmenn hefðu orðið á undan þeim að koma gervihnetti á loft. Því ákváðu Bandaríkjamenn að leggja alla áherslu á að komast fram úr Sovétmönnum á ný. Árið 1958 stofnuðu þeir nýja geimferðastofnun, NASA, og háum fjárhæðum var varið til þess að þróa sérstaka bandaríska geimferðaáætlun. Geimferðakapphlaup var hafið. Á fyrstu árunum voru Sovétmenn á undan í kapphlaupinu um geiminn. Hverjir eiga atómvopn núna? Auk Bandaríkjamanna og Rússa eiga Bretar, Frakkar, Kínverjar, Indverjar, Pakistanar og Norður-Kóreumenn kjarnorkuvopn. Flestir telja líka að Ísraelsmenn ráði yfir kjarnorkuvopnum. Samtals er talið að um 14.500 atómsprengjur séu til í heiminum, og er þá miðað við árið 2018. Það er miklu minna en var á árum kalda stríðsins; þá voru til allt að 70.000 sprengjur. Samt er nú til nóg af kjarnorkuvopnum til að útrýma öllu lífi á jörðinni. Vopnakapphlaup og ógnarjafnvægi Í ágúst 1945 beittu Bandaríkjamenn í fyrsta sinn nýju og grimmilegu vopni, kjarnorkusprengju eða atómsprengju. Á fyrstu árunum eftir heimsstyrjöldina voru Bandaríkin ein um að eiga kjarnorkusprengjur en í Sovétríkjunum unnu vísindamenn ákaft að því að smíða þær. Á árinu 1949 kom í ljós að Sovétríkin áttu líka kjarnorkuvopn. Um allan heim óttaðist fólk að kalda stríðið breyttist í atómstríð. Eftir þetta virtist vera um að gera fyrir bæði risaveldin að koma sér upp æ fleiri og öflugri kjarnorkuvopnum til þess að andstæðingurinn næði ekki yfirburðum. Brátt áttu Bandaríkin og Sovétríkin meira en nóg af atóm­ vopnum til að geta drepið allt fólk á jörðinni í einu lagi. Það blasti við að ef þriðja heimsstyrjöldin brytist út, yrðu það endalok mannkynsins. Brátt tóku Bandaríkjamenn og Sovétmenn að koma sér upp eld­ flaugum með kjarnorkusprengjum víðs vegar um heiminn. Þær var hægt að senda í loftið með örstuttum fyrirvara. Báðir aðilar voru tilbúnir að svara kjarnorkuárás af fullri hörku. Árás með kjarnorkusprengjum gat leitt til þess að báðum yrði útrýmt. Þannig sköpuðu kjarnorkuvopnin ógnarjafnvægi . Enginn vildi byrja kjarnorkustríð til þess að verða þurrkaður út sjálfur. Þannig urðu atómvopnin hugsanlega til þess að Ógnarjafnvægi er það ástand þegar tveir andstæðingar eiga svo mikið af öflugum vopnum að þeir þora ekki að ráðast hvor á annan af ótta við að verða lagðir í rúst sjálfir. NÆRM Y N D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=