Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 15 Kommúnistahræðsla í Bandaríkjunum „Lokatakmark heimskommúnismans sem Sovétríkin stýra er heimsyfirráð.“ Þessi staðhæfing var samþykkt í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna árið 1948. Bandaríkjamenn óttuðust ekki aðeins að kommúnismi breiddist út til fleiri og fleiri landa. Þeir voru líka hræddir um að kommúnistar reyndu að ná völdum í Bandaríkjunum með byltingu. Því hófust þeir handa við að vakta fólk sem var – eða var grunað um að vera – kommúnistar. Á sjötta áratug aldarinnar var sett í gang áköf leit að kommúnistum undir stjórn öldungadeildarþingmanns sem hét Joseph McCarthy. Meðal annars voru gefnir út listar með nöfnum fólks sem var talið kommúnistar, eins þótt ekki væri hægt að sanna það. Þetta kom sérstaklega illa niður á kvikmyndagerðarfólki, hernum og stjórnmálamönnum. Margir misstu vinnu sína og nokkrir flýðu til annarra landa. Einn þeirra sem voru ranglega stimplaðir sem kommúnisti var kvikmyndahöfundurinn Charlie Chaplin og hann flutti úr landi árið 1952. NÆRM Y N D Hvað var kalda stríðið ? Flest stríð eru „heit“, þar sem menn berjast með vopnum. Í „kalda stríðinu“ var ekki barist en samt ríkti eins konar stríðsástand. Aðilar þess, Bandaríkin og Sovétríkin, voru tilbúnir að byrja að heyja „heitt stríð“ hvenær sem væri á tímabilinu 1945–'91: * Aðilar litu hvor á annan sem andstæðinga. * Þeir kepptust um að eiga sem flest og áhrifamest vopn. * Þeir kepptust um að hafa sem mest áhrif sem víðast um heiminn. * Þeir beittu áróðri hvor gegn öðrum. * Þeir höfðu vopn sín tilbúin til þess að geta mætt árás sem fyrst með gagnárás. * Þeir neituðu að semja sín á milli. * Þeir hjálpuðu hvor sínum bandamönnum í minni háttar styrjöldum og deilum í ýmsum hlutum heimsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=