Frelsi og velferð

a 14 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið Áróðri var haldið að íbúum Sovétríkjanna á margvíslegan hátt. Þessi mynd er af eldspýtnastokk. í stað sáu yfirvöld um að gerðar væru kvikmyndir og skrifaðar blaðagreinar sem sýndu og segðu fólki hve góður kommúnisminn væri og hve miklu verra lífi fólk lifði á Vesturlöndum. Kommúnistastjórnir höfðu leyni- þjónustustofnanir sem áttu að koma upp um pólitíska andstæðinga. Þær höfðu í þjónustu sinni þétt net af leynilegum njósnurum sem gáfu skýrslur um hvað fólk aðhefðist og um hvað það talaði. Þeir sem gagnrýndu stjórnvöld eða kommúnismann áttu á hættu að verða fangelsaðir og pyntaðir. Það var beinlínis hættulegt að segja skoðun sína upphátt. Flóttafólk Yfirleitt fékk fólk í kommúnistaríkjum ekki leyfi til að ferðast til Vesturlanda. Listamenn og íþróttafólk gat þó fengið leyfi til að fara þangað til að taka þátt í ýmiss konar viðburðum. Þá kom fyrir að sumir gerðust flóttamenn og sóttu um pólitískt hæli á Vesturlöndum. Brandarinn hér á eftir er um rússneskan flóttamann: Rússi hefur stungið af til Vesturlanda, og fréttamaður í Bandaríkjunum tekur viðtal við hann. Fréttamaðurinn: Hvernig er nú lífið í Sovétríkjunum? Flóttamaðurinn: Ég get ekki kvartað. Fréttamaðurinn: En við fréttum að það séu langar biðraðir ef maður vill kaupa eitthvað, jafnvel eins sjálfsagt og mat. Er það ekki rétt? Flóttamaðurinn: Ég get ekki kvartað. Fréttamaðurinn: En ofsóknirnar. Er fólk ekki ofsótt, fangelsað og kannski drepið ef það er á móti stjórnvöldum? Flóttamaðurinn: Ég get ekki kvartað. Fréttamaðurinn, uppgefinn: En hvers vegna flúðirðu þá hingað? Flóttamaðurinn: Því hér get ég kvartað. Pólitískt hæli er leyfi manns til að eiga heima í öðru landi en sínu eigin til að sleppa við pólitískar ofsóknir. NÆRM Y N D Ritskoðun er þegar s tjórnvöld ríkis hafa eftirlit með því hvað fólk skrifar, einkum hvaða skoðanir eru birtar á prenti. Bannað er að láta í ljós andúð á ríkjandi stjórnvöldum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=