Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið 13 „Járntjaldið“ var hugtak haft um landamærin sem skildu á milli vinaríkja Sovétríkjanna í Austur-Evrópu og ríkja sem voru vinveitt Bandaríkjunum í Vestur-Evrópu. Í Júgóslavíu og Albaníu ríktu kommúnistar en þeir höfðu sjálf- stæðari afstöðu til Sovétríkjanna en önnur kommúnista- ríki og teljast því hafa verið utan við járntjaldið. Tortryggni á Vesturlönd „Utanríkisstefna Bandaríkjanna […] eftir síðari heimsstyrjöld hefur verið sókn eftir heimsyfirráðum.“ Þetta sagði sendiherra Sovétríkjanna í Washingon, Nikolai Novikov, árið 1946. Sovéskir kommúnistar voru hræddir um að Bandaríkin mundu auka vald sitt og áhrif um allan heim. Þeir kölluðu Bandaríkin „heimsvaldastefnuríki“. Með því áttu þeir við að Bandaríkin sæktust eftir að ná völdum um allan heim til þess að koma fram hagsmunamálum sínum. Kommúnistar vildu ekki að íbúar Sovétríkjanna og annars staðar í Austur-Evrópu yrðu fyrir áhrifum af menningu Bandaríkjanna eða vestrænum hugmyndum um lýðræði og viðskiptafrelsi. Þess vegna höfðu þeir strangt eftirlit með öllum fjölmiðlum. Dagblöð, útvarpsstöðvar, kvikmyndir og sjónvarp, allt var þetta ritskoðað. Óleyfilegt var að birta eða sýna neitt sem gæti fengið fólk til að trúa að lífið væri betra á Vesturlöndum. Þess Austur gegn vestri í Evrópu Risaveldin höfðu mikil áhrif í Evrópu, hvort í sínum hluta. Á árum kalda stríðsins voru flest lönd í Austur-Evrópu undir stjórn kommúnista, í nánum tengslum við Sovétríkin. En í flestum löndum Vestur-Evrópu var lýðræði og ríkisstjórnir í nánu sambandi við Bandaríkin. Í kommúnistaríkjunum réði ríkis- valdið miklu og stýrði öllu hagkerfinu. Kosturinn við það var sá að ríkið gat nokkurn veginn séð um að allir hefðu atvinnu, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og fæði til að lifa á. En oft gekk ríkinu illa að tryggja jafnframt hagvöxt svo að þessi lönd urðu hlutfallslega fátæk. Auk þess hafði fólk lítið frelsi og átti lítinn kost á að velja. Kommúnista- flokkarnir réðu öllu og pólitískir andstæðingar þeirra voru ofsóttir. Á Vesturlöndum hafði fólk meira frelsi. Allir höfðu rétt á að segja skoðun sína og fólk ákvað sjálft miklu fleira um eigið líf. Hins vegar átti fólk á hættu að verða atvinnulaust ef fyrirtækið sem það vann hjá varð gjaldþrota og munurinn á efnahag ríkra og fátækra var meiri en í austurhluta álfunnar. Á árum kalda stríðsins var miklu meiri hagvöxtur í Vestur-Evrópu en Austur-Evrópu. Þótt fólk byggi við misgóðan efnahag í Vestur-Evrópu batnaði hagur þess smám saman. Þetta gerðist ekki í Austur-Evrópu og munurinn á austur- og vesturhlutanum fór sífellt vaxandi. NOREGUR SVÍÞJÓÐ EISTLAND SOVÉT- RÍKIN LETTLAND LITHÁEN DANMÖRK AUSTUR- ÞÝSKALAND VESTUR- ÞÝSKALAND HOLLAND BELGÍA BRETLANDS- EYJAR LÚX FRAKKLAND Innlimað í Sovétríkin 1939–45 Lönd undir stjórn kommúnista eftir síðari heimsstyrjöld Lönd undir sjálfstæðri kommúnistastjórn Járntjaldið SVISS AUSTURRÍKI TÉKKÓSLÓVAKÍA UNGVERJA- LAND RÚMENÍA BÚLGARÍA JÚGÓSLAVÍA ALBANÍA ÍTALÍA Berlín Evrópa með járntjaldi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=