Frelsi og velferð

a 12 FRELSI OG VELFERÐ : Kalda stríðið Bandaríkin gegn Sovétríkjunum Skömmu eftir að síðari heimsstyrjöld- inni lauk fór fólk að óttast að þriðja heimsstyrjöldin mundi brjótast út. Kalda stríðið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna setti brátt mikinn svip á allan heiminn. Hvers vegna urðu þessi tvö ríki fjendur? Hvor með sitt hugmyndakerfi Síðari heimsstyrjöldin varð til þess að stórveldin Bretland, Frakkland, Þýskaland og Japan misstu mikið af veldi sínu. Þá stóðu eftir tvö stórveldi sem yfirskyggðu öll önnur, nefnilega Bandaríkin og Sovétríkin. Þessi tvö risaveldi voru afar ólík. Í Sovétríkjunum ríkti einræði kommúnista en Bandaríkin voru frjálslynt lýðræðisríki. Þetta voru tvö gerólík kerfi, bæði í stjórnmálum og hagstjórn. Stjórnendur beggja ríkjanna héldu því fram að þeirra eigið kerfi væri best. Bæði óttuðust líka að hitt ríkið mundi breiða sitt kerfi út um allan heiminn. Risaveldi er ríki sem hefur mikil völd og áhrif í heiminum. Orðið var einkum notað um Bandaríkin og Sovétríkin á árum kalda stríðsins. Svona er atvinnulífinu stýrt: Vörur og þjónusta er seld á frjálsum markaði. Einstaklingar eiga atvinnutækin og hagnaður af þeim rennur til eigenda. Verðlag stjórnast af framboði og eftirspurn. Þetta er kallað markaðshagkerfi eða kapítalismi. Svona er atvinnulífinu stýrt: Ríkið á öll atvinnutækin og ákveður verðlag og laun. Hagnaður af atvinnurekstri gengur til ríkisins sem sér um að skipta honum milli íbúanna. Þetta er kallað áætlunarbúskapur. Hugmyndakerfi okkar er frjálshyggja. Við trúum á frelsið. Sérhver manneskja á rétt á að taka sjálf ákvarðanir um eigið líf. Svona stjórnum við landi okkar: Bandaríkin eru lýðræðisríki með frjálsum kosningum. Landinu stjórna þjóðkjörinn forseti og þjóðkjörið þing. Hugmyndakerfi okkar er kommúnismi. Við trúum á jöfnuð. Ríkið á að sjá um að allir lifi jafngóðu lífi og að enginn sé arðrændur. Svona stjórnum við landi okkar: Sovétríkin eru einsflokksríki. Kommúnistaflokkurinn er eini flokkurinn,og hann stýrir allri starfsemi ríkisins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=