Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Ísland í veröld nútímans 137 11 Er hnattvæðing til góðs? Hverjir eru kostir hennar og gallar? 12 Haldið þið að fátækt muni hverfa úr heiminum? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? Viðfangsefni 13 Hér að framan segir að flóttamenn hafi komið til Íslands frá Ungverjalandi, Víetnam, Póllandi, Júgóslavíu og Kólumbíu, einnig fólk sem var ættað frá Palestínu. Notið atriðisorðaskrána aftast í bókinni til að finna hver þessara landa eru nefnd í henni. Flettið þeim stöðum upp og gerið örstutta grein fyrir ófriðnum sem geisaði í hverju þeirra og leiddi til þess að fólk kom þaðan á flótta til Íslands. Heimildavinna 14 Lesið klausuna úr bók Sigríðar Víðis Jónsdóttur á bls. 132 Hvernig túlkið þið það sem þar kemur fram að flóttakonan Ayda hafi verið í miklum vafa um hvort hún ætti að þiggja að setjast að á Íslandi? Hvað haldið þið að hún hafi óttast mest? Finnið svar 1 Hvaða evrópsk bandalög gengu Íslendingar í sem skuldbundu þá til að lækka eða afnema innflutningstolla? 2 Hvað er GATT? 3 Hvað er WTO? 4 Hvers vegna gátu Pólverjar komið án sérstakra leyfa til Íslands og stundað vinnu þar eftir 2004? 5 Hvers vegna framleiða Íslendingar mikið af gróðurhúsalofti þó að þeir noti mikið af hreinni orku? 6 Hvað er útrás og útrásarvíkingur? 7 Hver eru þúsaldarmarkmiðin? Hverjir settu sér þau og um hvað fjalla þau? Umræðuefni 8 Hverjir eru kostir þess og gallar að leggja innflutningstolla á útlendar vörur? Hvort eru kostirnir eða gallarnir meiri? 9 Er rétt að banna innflutning á vörum eins og kjöti og mjólkurafurðum til að vernda íslenskan landbúnað? 10 Hverjum var hrun fjármálakerfisins á Íslandi að kenna? Kjarni * Á síðustu þremur áratugum 20. aldar gengu Íslendingar inn í samstarf Evrópuríkja sem skylduðu þá til að draga mjög úr tollum og innflutningstakmörkunum á vörum og vinnuafli frá Evrópulöndum. * Lítið er um ólöglega flóttamenn á Íslandi en tekið hefur verið á móti nokkrum hópum flóttafólks frá löndum þar sem ófriður hefur hrakið fólk á flótta. * Á árunum um og upp úr 2000 ætluðu margir Íslendingar að leika stór hlutverk í atvinnurekstri í nágrannalöndunum. Því lauk með hruni íslenska fjármálakerfisins haustið 2008. * Eitthvert mikilvægasta samstarfs- verkefni þjóða er nú talið það að draga úr umhverfisspjöllum af mannavöldum, draga úr loftslagsbreytingum og draga úr sárafátækt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=