Frelsi og velferð
a 136 FRELSI OG VELFERÐ : Ísland í veröld nútímans urðu. Þó svo að milliríkjadeilum hafi fækkað mikið þá eru borgarastríð innan ríkja enn stórt vandamál sem orsakar flótta og bág lífskjör. Árið 2019 höfðu Sameinuðu þjóðirnar friðargæslu á 14 stöðum í heiminum. Menntun hefur aukist gríðarlega og sérstaklega hjá ungum stúlkum. Staða hinsegin fólks hefur stórbatnað og jafnrétti eykst með hverjum deginum. Góðir hlutir gerast oft hægar en þeir slæmu og þykja ekki jafn fréttnæmt efni. Alþjóðasamfélagið gerir meira en áður til að hindra ófrið, meðal annars á vegum Sameinuðu þjóðanna. Kannski er því von til að Jörðin verði friðsamlegri staður í framtíðinni, ef okkur tekst að bregðast nógu hratt við þeirri ógn sem loftslagsbreytingarnar eru. Það er því undir mörgum þáttum komið hvernig framtíðin verður. Hitt er víst að fólkið hefur mótað fortíðina og fólk mun móta framtíðina. Hvert og eitt okkar tekur þátt í því, ekki síst þú. Framtíðarmarkmið Hvaða verkefnum stendur veröldin frammi fyrir núna? Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun sem mætir mannkyninu en enn þá eru ýmis önnur vandamál óleyst. Um aldamótin 2000 bjuggu 29% mannkyns enn við sárafátækt og settu Sameinuðu þjóðirnar sér þá svokölluð þúsaldarmarkmið. Á meðal þeirra var það markmið að ná hlutfalli sárafátæktar niður um helming á næstu 15 árum. Árið 2015 var sú tala komin undir 10% og náðist því markmiðið og gott betur. Sama ár voru svo gefin út svokölluð heimsmarkmið. Þar á meðal eru: Engin fátækt, ekkert hungur, menntun fyrir alla og jafnrétti fyrir alla. Stríð var áður mun stærra vandamál í heiminum og eftir síðari heimsstyrjöldina hefur stærri stríðum fækkað mjög mikið. Friður er nokkuð sem er erfitt að mæla því það er eins og að ætla að mæla stríðin sem aldrei Skýringamyndin sýnir hvernig fólki sem býr við sárafátækt fækkar stöðugt frá árinu 1990 til 2018. Í framhaldi af því hefur Alþjóðabankinn sagt fyrir um hvernig spár gera ráð fyrir að dragi úr sárafátækt allt til ársins 2030. Skilgreiningin á sárafátækt er sú að þeir sem hafa ekki nema 1,9 dollara á dag til að draga fram lífið búa við sárafátækt. Suður-Asía Austur-Asía og lönd við Kyrrahaf 1,9 milljarður 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2025 2030 1,5 milljarður 1 milljarður 479 milljónir 2018 Spá Alþjóðabankans 730 milljónir 2015 af íbúum heimsins 1,9 milljarður manns bjuggu við sárafátækt 1990. (36% af íbúum heimsins) 650 milljónir 2018 Afríka sunnan Sahara Fjöldi fólks í heiminum sem lifir í sárafátækt 1990–2030 Mið-Austurlönd og Norður-Afríka Suður- Ameríka og löndin við Karíbahaf Önnur háþróuð iðnríki Evrópa og Mið- Asía
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=