Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Ísland í veröld nútímans 135 ekki staðar numið við Ísland heldur fóru að kaupa upp eignir í nágranna- löndunum, stórverslun og gamalt glæsi- hótel í Kaupmannahöfn, tískubúðir og keðju matvöruverslana í Bretlandi. Þetta var kallað útrás og eigendur íslensku fyrirtækjanna útrásarvíkingar. Allt var þetta fjármagnað með lánum sem íslenskum fyrirtækjum reyndist ótrúlega auðvelt að fá í innlendum og útlendum bönkum. Á Íslandi höfðu stærstu bankarnir verið í eigu ríkisins. En rétt eftir aldamótin voru þeir seldir einkstaklingum. Þeir tóku þá að stofna útibú í öðrum löndum og margfalda stærð sína. Landsbankinn stofnaði þannig í Bretlandi og Hollandi útibú sem voru kölluð Icesave og áttu eftir að valda vandræðum síðar. Þenslublaðran sprakk í september og október árið 2008. Allir stærstu bankarnir urðu peningalausir og gátu ekki borgað skuldir sem þeir höfðu safnað erlendis. Ríkið varð að taka við rekstri þeirra. Fjöldi fyrirtækja varð gjaldþrota og meira atvinnuleysi skall á en Íslendingar höfðu reynt síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug 20. aldar, sem sagt er frá í námsbókinni Styrjaldir og kreppa . Ísland var ekki eina landið þar sem fjármálakerfið hrundi haustið 2008. Kreppan skall á í öllum háþróuðum löndum og atvinnuleysi varð víða meira en á Íslandi. Það varð Íslendingum til happs að fljótlega eftir bankahrunið skall á ferðamannabylgja til Íslands og fjöldi ferðamanna næstum því þrefaldaðist á milli 2011 og 2018 sem varð til þess að krónan styrktist og uppbygging eftir slæmt ár 2008 varð mun hraðari fyrir vikið. Á þensluárunum upp úr aldamótunum 2000 byggðu Íslend- ingar miklu meira af íbúðarhúsnæði en eftirspurn var eftir. Þegar hrunið kom, árið 2008, var bygg- ingarframkvæmdum víða hætt í miðjum klíðum og enn þegar þetta er skrifað, árið 2011, stendur eftir hverfi hálfbyggðra húsa í Úlfarsárdal í Reykjavík. Kreppa í efnahagslífi er þegar eftirspurn eftir framleiðslu- vörum minnkar skyndilega. Fólk sem framleiddi þær missir atvinnuna, kaupir minna og enn fleira fólk verður atvinnu- laust. Þensla í efnahagslífi er þegar fólk hefur mikið af peningum og kaupir því mikið. Þess vegna er mikið framleitt, eftirspurn er eftir vinnuafli, kaup fer hækkandi og fólk getur keypt enn meira.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=