Frelsi og velferð

a 134 FRELSI OG VELFERÐ : Ísland í veröld nútímans Útrás, hrun og endurreisn Þar sem markaðshagkerfi ríkir er alltaf nokkur tilhneiging til þess að fólk taki að framleiða of mikið og hafa of mikið af peningum í umferð. Hagur fólks batnar hratt því að eftirspurn eftir vinnuafli veldur launahækkunum og fólk kaupir meira og meira. Þannig verður þensla sífellt meiri uns hún stöðvast skyndilega, eftirspurn eftir vörum snarminnkar og atvinnuleysi skellur á, hrun og kreppa . Venjulega reyna stjórnvöld ríkja að sporna gegn mikilli þenslu til þess að koma í veg fyrir kreppur. En á árunum í kringum aldamótin 2000 var eins og yfirvöld iðnaðarlanda heims gleymdu að gæta að þessu og þenslan óx ár frá ári. Íslendingar voru með þeim allra verstu í þenslunni. Þeir byggðu til dæmis miklu meira af húsnæði en fyrirsjáanleg þörf var á. Og þeir létu NÆRM Y N D er að þau lönd sem hafa mestan iðnað og brenna því mest eigi að draga mest úr brennslunni, en hve miklu meira en hin? Um það hefur reynst erfitt að komast að samkomulagi. Íslendingar hafa sérstöðu að því leyti að þeir nota mikið hreina orku sem ekki verður til við brennslu, bæði vatnsorku og hveraorku. Samt brennum við furðumiklu, að hluta til af því að landsmenn eiga bæði stóran bílaflota og stóran fiskiskipaflota sem eru knúðir með olíu. Hvað koma loftslagsbreytingar heimsfriðnum við? Friðarverðlaun Nóbels eru venjulega veitt einstaklingum eða samtökum sem hafa unnið að friði eða stjórn- málamönnum sem hafa gert mikilvæga friðarsamninga. En árið 2007 fengu umhverfismálaráð Sameinuðu þjóðanna og Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, friðarverðlaunin fyrir að stuðla að verndun umhverfis á hnettinum í heild. Hvers vegna var það gert? Nóbelsverðlaunanefndin, sem er kosin af norska Stórþinginu, ákvað að verðlaunin skyldu skiptast á milli þeirra og skýrði þá ákvörðun með því að lýsa því yfir að „umfangsmiklar loftslagsbreytingar geta breytt og ógnað lífskjörum fyrir miklum hluta mannkynsins. Þær geta komið af stað miklum fólksflutningum og aukið samkeppni um auðlindir jarðarinnar. Breytingarnar munu leggja sérstaklega þungar byrðar á fátækustu ríki heimsins. Hættan á vopnuðum átökum og styrjöldum innan ríkja og milli þeirra getur aukist. […] Með því að veita Intergovernmental Panel on Climatic Change og Al Gore verðlaun vill norska Nóbelsnefndin stuðla að því að aðgerðir sem virðast nauðsynlegar til að tryggja verndun loftslags á jörðinni hljóti meiri athygli. Með því vill hún draga úr ógninni sem nú steðjar að öryggi mannsins. Það þarf aðgerðir nú, áður en loftlagsbreytingarnar verða manninum ofvaxnar.“ Úr yfirlýsingu norsku Nóbelsnefndarinnar 12. október 2007. Gróðurhúsalofttegundir, einkum koltvíoxíð, CO2, hleypa geislum sólar í gegnum sig, svo að þeir ná að hita jörðina en draga úr því að hitageislar kastist til baka frá jörðinni, líkt og gler í gróðurhúsum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=