Frelsi og velferð
a FRELSI OG VELFERÐ : Ísland í veröld nútímans 133 til ríkis B og ríki B skyldugt til að taka við manninum aftur. Íslendingar hafa ekki beinar samgöngur við neitt land sem fólk er líklegt til að flýja frá og því geta þeir oftast losað sig við ólöglega flóttamenn með því að senda þá til baka til landsins sem þeir komu frá. Ekki er eins mikið um ólöglega flóttamenn á Íslandi og í nágrannalöndunum en undanfarin ár hefur það færst í aukana að fólk komi til Íslands og óski eftir hæli. Því er kerfislegur munur á ólöglegum flóttamanni og þeim sem ekki ferðast ólöglega. Íslensk stjórnvöld hafa stundum tekið við hópum flóttamanna frá löndum sem fólk hefur neyðst til að yfirgefa og á ekki afturkvæmt til. Fyrst var tekið við hópi Ungverja eftir að Sovétríkin höfðu ráðist inn í landið til að endurreisa fallna stjórn kommúnista í landinu árið 1956. Síðan hefur verið tekið við fólki sem hraktist frá Víetnam eftir valdatöku kommúnista þar, frá Póllandi þegar herinn tók völdin þar í landi, frá Júgóslavíu, Kólumbíu í Suður-Ameríku, þar sem lengi hefur verið borgarastríð, og síðast fólki sem á uppruna sinn í Palestínu. Eftir fimm ára vist í landinu geta flóttamenn sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Umhverfismál Á síðustu áratugum 20. aldar og upp- hafsárum 21. aldar hefur umhverfis- vernd orðið eitt af stóru málunum í heiminum. Framan af snerist hún einkum um að vernda ákveðin land- svæði, hefta uppblástur, rækta skóg og græða land sem hafði orðið gróður- laust af landrofi. Síðar fór umræðan að snúast um það víðs vegar um heiminn að sívaxandi brennsla, einkum á olíu en líka kolum, framleiddi svokallaðar gróðurhúsalofttegundir sem söfnuðust fyrir í lofthjúpi jarðar og héldu að jörðinni meiri sólarhita en áður. Þannig er talið að loftslag muni smátt og smátt hlýna ef brennslan minnkar ekki, jöklar og hafís bráðna, yfirborð sjávar hækkar svo að láglendi fari í kaf og gróðurlönd breytist í eyðimerkur. Þetta varð til þess að ríki heims tóku að reyna að semja um að draga úr brennslu. Sameinuðu þjóðirnar hafa gengist fyrir ráðstefnum þar sem hafa verið gerðar samþykktir um hve mikið og hve hratt einstök lönd skuli draga úr brennslu sinni. Viðurkennt Á Íslandi er mikið af fossum sem tiltölu- lega auðvelt er að virkja til að fram- leiða hreina orku. Hins vegar rekst það ævinlega á náttúru verndarsjónarmið þegar vatnsföll eru virkjuð. Fagrir fossar hverfa, eða breytast að minnsta kosti verulega, ef vatnið er leitt í gegnum virkjanir. Oft er nauðsynlegt að mynda miðlunarlón til að jafna vatns- rennslið yfir árið því miklu meira vatn er í ánum á sumrin en á veturna. Þá getur þurft að láta mikið land hverfa undir vatn. Því eru áform um vatnsvirkjanir ævinlega álitamál og valda deilum. Fagnaðarfundir í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli þegar Kosovó-Albanarnir Xhyla Doshlaku og maður hennar Tafil Zogni koma til landsins og hitta börn sín og barnabörn sem voru flutt til Íslands áður.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=