Frelsi og velferð

a 132 FRELSI OG VELFERÐ : Ísland í veröld nútímans flutningar voru hluti af fjórfrelsinu. Eftir að íslenska bankakerfið hrundi, haustið 2008, lagðist byggingarvinna að miklu leyti niður á Íslandi og laun lækkuðu mikið þegar þeim hafði verið skipt í evrópska gjaldmiðla, vegna þess að gengi íslensku krónunnar lækkaði um helming. Margir af þeim sem flutt- ust til Íslands í atvinnuleit á árunum fyrir bankahrunið fluttu aftur heim. Fljótlega upp úr 2014 fóru svo hjólin aftur að snúast og íslenska efnahags- kerfið fór á mikið skrið sem varð til þess að fólk tók að flytjast aftur til Íslands í atvinnuleit. Fjöldi aðfluttra tvöfaldaðist á milli 2011 og 2019. „„Ég vissi að það væri á endanum skynsamlegast að fara til Íslands. En þetta var engu að síður óskaplega … erfið ákvörðun …“ Tárin renna hljóðlát niður kinnarnar á Aydu, hún strýkur þau varlega í burtu. „Ég sveiflaðist stöðugt á milli þess að fara og vera. Kom ef til vill við hjá Linu eða þeim sem ég vissi að væru á listanum — og sagði að ég gæti ómögulega farið. Talaði síðan við Sömu og þá hvatti hún mig til að hugsa um yngri systkini sín. Hugsaðu um framtíð þeirra, bað hún. Á Íslandi fá þau tækifæri. Þú verður að taka þessu! Fyrir þau!“ Ayda þagnar. Nýr saman höndum. Röddin orðin að hálfgerðu hvísli. „Ég var hikandi. Óttaðist það óþekkta. Yngri krökkunum leist ágætlega á þetta, sérstaklega Ahmed. Mamma, þú ættir að slá til, sagði hann. Höfum við val um eitthvað annað? En eitt af því sem ég óttaðist var vitanlega hvað yrði um hann og Aseel … ef eitthvað kæmi fyrir mig á Íslandi.“ Kvöldið áður en Ayda á að gefa endanlegt svar leggst hún á bæn. NÆRM Y N D Palestínukonur Árið 2008 kom hingað til lands sem flótta- menn hópur kvenna og barna þeirra sem voru komin af fólki frá Palestínu, átta konur með 21 barn. Mæður kvennanna höfðu flúið til Íraks og búið þar lengi, en þegar veldi Saddams Hussein var steypt 2003 höfðu þær flúið þaðan og hafst við í tjaldbúðum á landamærum Íraks og Sýrlands. Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur skrifað bókina Ríkis- fang: Ekkert, um sögu þessara kvenna. Þar má meðal annars lesa þetta um ákvörðun einnar þeirra, Aydu, að taka tilboði um að flytjast til Íslands með börnum sínum tveimur, syninum Ahmed og dótturinni Aseel. En eldri dóttirin, Sama, varð eftir vegna þess að hún var í hjónabandi. Flóttamenn á Íslandi Stríðsátökin í heiminum og misskipting lífsgæða valda því að sífellt er eitthvað af fólki að reyna að komast inn í auðugu löndin þar sem mannréttindi eru virt sæmilega. Að vísu er þetta fólk sárafátt í samanburði við þá sem aldrei reyna að fara úr heimalandi sínu en það er nógu margt til þess að íbúar auðugu landanna hafa áhyggjur af flóttafólki sem kemur ólöglega inn í lönd þeirra. Samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni er reglan sú að fari maður ólöglega frá heimalandi sínu (ríki A) til ríkis B og síðan ólöglega þaðan til ríkis C þá hefur ríki C rétt til að skila honum til baka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=