Frelsi og velferð

a FRELSI OG VELFERÐ : Ísland í veröld nútímans 131 á frjálsum viðskiptum milli landa og ekki minnst af hálfu Íslendinga, enda umdeilt hve langt eigi að ganga í að leggja þær niður. Frjáls vinnumarkaður Strax á sjöunda tug 20. aldar tók mikið af útlendu fólki, jafnvel frá öðrum heimsálfum, að streyma til Norðurlanda og fleiri Evrópulanda. Þar var skortur á vinnuafli, einkum til að vinna lágt launuð þjónustustörf, og launin þó miklu hærri en í heimalöndum þessa fólks. Á Íslandi var lengi lítið um inn­ flutning á slíku fólki og fáir útlendingar búsettir á Íslandi. Rétt áður en Evrópska efnahagssvæðið var stofnað, 1994, voru útlendir ríkisborgarar innan við 2% þeirra sem voru búsettir á Íslandi en í Danmörku og Noregi voru þeir milli 3 og 4%, í Svíþjóð næstum 6%. En um aldamótin 2000 jókst mjög eftir- spurn eftir vinnuafli á Íslandi, einkum vegna mikilla byggingarframkvæmda. Þá streymdu útlendingar til landsins, flestir þeirra Pólverjar. Eftir að Pólland gekk í Evrópusambandið, 2004, þurftu þeir engin leyfi til að flytjast hingað og fá vinnu af því að hindrunarlausir fólks- Á alheimsmarkaði Fram yfir miðja 20. öld var mikið af framleiðslu Íslendinga verndað með tollum á innflutningsvörum. Oft var það svo að fyrirtæki í öðrum löndum kunnu að framleiða vörur á ódýrari hátt en Íslendingar. Það gat stafað af því að Íslendingar kynnu ekki að beita jafngóðri tækni eða bara af því hvað markaðurinn var lítill á Íslandi. Því var ekki hægt að framleiða eins mikið í einu og hvert kíló af framleiðslu kostaði fleiri handtök. En þá lagði íslenska ríkið innflutningstolla á útlendu vörurnar svo að þær urðu álíka dýrar og þær íslensku. Þetta gat til dæmis átt við fatnað og sælgæti. Sumar vörur var bannað að flytja inn, svo sem kjöt og mjólkurvörur. Á síðari hluta 20. aldar var smám saman farið að draga úr þessari mismunun. Þegar Íslendingar gengu í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA), árið 1970, og enn frekar við inngönguna í Evrópska efnahagssvæðið 1994, drógu þeir mjög úr innflutningstollum og innflutningsbönnum. Frjálsir vöruflutningar milli landa eru einn fjórðungur fjórfrelsisins svonefnda. Á móti þessu kom að innflutningstollar á íslenskum afurðum í öðrum aðildarlöndum lækkuðu eða lögðust af; til dæmis á fiskafurðum. Íslendingar höfðu hreint ekki verið, og eru ekki, einir um að leggja á innflutningstolla. Samhliða starfi í þessum evrópsku bandalögum hafa Íslendingar allt síðan á sjöunda áratug 20. aldar átt aðild að alþjóðlegum samtökum um að auka frelsi í millilandaverslun. Upphaflega voru þau stofnuð árið 1947 og kölluð á ensku General Agreement on Tariffs and Trade, skammstafað GATT. Árið 1995 var þeim breytt í – WTO. En þrátt fyrir allt þetta eru enn miklar takmarkanir 2004 2006 2008 2010 2011 2013 2015 2017 2019 50.000 45.000 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem voru búsettir á Íslandi 2004–2019 Erlendum ríkisborgurum í atvinnuleit fjölgaði hratt á árunum fyrir bankahrunið 2008. Þeim fækkaði svo í kjölfar hrunsins en undanfarin ár hefur þeim fjölgað gríðarlega hratt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=